Förum í raunveruleg orkuskipti Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Umhverfismál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar