Greint er frá málinu í Fréttablaðinu þar sem segir að frænka bræðranna hafi kært málið til lögreglu eftir að upp komst um að fjárhagsstaða þeirra á lokuðum reikningi hefði versnað til muna.
Hana grunar einnig að upphæðin sem starfsmaðurinn hafi stolið sé mun hærri, þar sem hann mun hafa haft aðgang að öðrum reikningum þeirra einnig, meðal annars kortareikningum. Bræðurnir, sem eru um fimmtugt eru að sögn hennar algjörlega upp á aðra komnir.
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan sé að rannsaka málið og miðar rannsókninni ágætlega fram.