Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 19:47 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Egill Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. Verðbólga hér á landi hefur hækkað upp í 7,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010, þegar hún nam 7,5 prósentum. Stýrivextir gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR sagði í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum að slíkt komi sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlaði til peningastefnunefndar Seðlabankans að finna aðrar leiðir. Verkefnastjóri verðbólgueftirlits ASÍ sagði þá í kvöldfréttum að verðbólgan mælist á mjög breiðum grundvelli. Verðbólguna megi því nema í mörgum vöruflokkum en líka þjónustu. „Það sem er að hækka mest í verði er bensín, húsnæði og svo er matvara að hækka töluvert mikið í verði. Við erum líka að sjá töluverðar verðhækkanir á ýmissi þjónustu, þar á meðal á opinberri þjónustu,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð hvort búast megi við enn meiri hækkun verðbólgu segir hún það velta á viðbrögðum stjórnvalda. „Það fer auðvitað bara eftir því hvað stjórnvöld gera, bæði hvað varðar hækkanir á húsnæði og eins hvað varðar hækkanir á opinberum gjöldum. Það skýtur dálítið skökku við að opinber þjónusta sé að hækka svona mikið á tímum sem þessum. En þá veltur það líka á því hvað fyrirtækin gera,“ sagði Auður. Hún segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og með mun sterkari hætti. Þó velti verðlagshækkanir ekki aðeins á þeim. „Það er mjög furðulegt að sjá fyrirtæki hækka verð, eins og stórar matvöruverslanir, á sama tíma og er tilkynnt um margra milljarða króna hagnað hjá þessum fyrirtækjum, sem við sáum núna í vikunni,“ sagði Auður. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun koma saman á miðvikudag og tilkynna hversu mikið stýrivextir bankans hækka við næstu vaxtaákvörðun. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir að hækkunin muni vera um hálft til eitt prósentustig. Neytendur Efnahagsmál Verslun Verðlag Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Verðbólga hér á landi hefur hækkað upp í 7,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010, þegar hún nam 7,5 prósentum. Stýrivextir gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR sagði í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum að slíkt komi sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlaði til peningastefnunefndar Seðlabankans að finna aðrar leiðir. Verkefnastjóri verðbólgueftirlits ASÍ sagði þá í kvöldfréttum að verðbólgan mælist á mjög breiðum grundvelli. Verðbólguna megi því nema í mörgum vöruflokkum en líka þjónustu. „Það sem er að hækka mest í verði er bensín, húsnæði og svo er matvara að hækka töluvert mikið í verði. Við erum líka að sjá töluverðar verðhækkanir á ýmissi þjónustu, þar á meðal á opinberri þjónustu,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð hvort búast megi við enn meiri hækkun verðbólgu segir hún það velta á viðbrögðum stjórnvalda. „Það fer auðvitað bara eftir því hvað stjórnvöld gera, bæði hvað varðar hækkanir á húsnæði og eins hvað varðar hækkanir á opinberum gjöldum. Það skýtur dálítið skökku við að opinber þjónusta sé að hækka svona mikið á tímum sem þessum. En þá veltur það líka á því hvað fyrirtækin gera,“ sagði Auður. Hún segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og með mun sterkari hætti. Þó velti verðlagshækkanir ekki aðeins á þeim. „Það er mjög furðulegt að sjá fyrirtæki hækka verð, eins og stórar matvöruverslanir, á sama tíma og er tilkynnt um margra milljarða króna hagnað hjá þessum fyrirtækjum, sem við sáum núna í vikunni,“ sagði Auður. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun koma saman á miðvikudag og tilkynna hversu mikið stýrivextir bankans hækka við næstu vaxtaákvörðun. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir að hækkunin muni vera um hálft til eitt prósentustig.
Neytendur Efnahagsmál Verslun Verðlag Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01