Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir skjóta skökku við að lífeyrissjóðirnir skuli ekki grípa inn í hækkandi vöruverð. Þeir eigi stærstan hluta í matvöruverslunum landsins og hugsi frekar um arðsemi en hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. „Þetta er grafalvarleg staða. Eins og í þessu tilfelli högnuðust Hagar um fjóra milljarða og ætla að greiða eigendum tvo milljarða í arðgreiðslur á meðan við erum að horfa á hækkanir á vöruverði eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta kemur helst niður á neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að eigendur Haga stefni að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Þá hefur verðbólga hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, og matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent á einu ári. Spyr hvers vegna lífeyrissjóðir mótmæli ekki hækkunum „Almenningur í landinu þarf að taka á sig kostnaðarhækkanir en á sama tíma eru fyrirtækin að hagnast gríðarlega. Mér finnst það siðferðisleg skylda stórfyrirtækja að draga úr kostnaðarhækkunum, ekki bara varpa þeim miskunnarlaust út í verðlagið til þess eins að skila inn hagnaði og greiða út arð,“ segir Vilhjálmur. Hann segist sérstaklega hugsi yfir stöðunni vegna aðildar lífeyrissjóða að rekstri þessara fyrirtækja. Hann bendir á að lífeyrissjóðirinir í landinu eigi 50-70 prósent í öllum helstu fyrirtækjunum landsins, til dæmis Festi, Högum og Eimskipafélaginu. „Það hefur líka komið fram að Eimskip skilaði sex milljörðum í hagnað og það liggur fyrir að flutningskostnaður á vörum til Íslands hefur margfaldast á síðustu tveimur árum. Það virðist ekki vera neinn vilji hjá eigendum þessara fyrirtækja að taka þátt í að milda áhrifin svo að neytendur verði ekki fyrir barðinu á þeim,“ segir Vilhjálmur. „Það er umhugsunarefni að það skuli vera lífeyrissjóðir launafólks sem virðist öskra á aukna arðsemi og vilji meiri arðsemi í dag en í gær. Það þýðir ekkert annað en að það er verið að lúberja neytendur og launafólk, sem eiga þessa sjóði. Mér finnst lífeyrissjóðirnir þurfa að spyrna við þessu því þeir eru aðaleigendur þessara fyrirtækja.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að grípa inní Hann segir að neytendur geti því miður lítið gert í þessum verðlagshækkunum, annað en að ræða þær á opinberum vettvangi og mótmælt. Vilhjálmur skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann sagði löngu tímabært að verkalýðshreyfingin gripi inn í. „Enda er verið að níðast á neytendum í gegnum þessi stórfyrirtæki vegna þeirrar arðsemisgræðgi sem heltekið hefur eigendur stórfyrirtækja,“ skrifaði Vilhjálmur í dag. „Hvað neytendur geta gert... þeir geta því miður rosalega lítið gert en það er hlutverk okkar í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðla að benda á þessar staðreyndir hví í ósköpunum þessi stórfyrirtæki eru að skila svona miklum hagnaði á meðan þessar hækkanir eru að gerast á sama tíma.“ Neytendur Verðlag Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53 Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Þetta er grafalvarleg staða. Eins og í þessu tilfelli högnuðust Hagar um fjóra milljarða og ætla að greiða eigendum tvo milljarða í arðgreiðslur á meðan við erum að horfa á hækkanir á vöruverði eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta kemur helst niður á neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að eigendur Haga stefni að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Þá hefur verðbólga hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, og matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent á einu ári. Spyr hvers vegna lífeyrissjóðir mótmæli ekki hækkunum „Almenningur í landinu þarf að taka á sig kostnaðarhækkanir en á sama tíma eru fyrirtækin að hagnast gríðarlega. Mér finnst það siðferðisleg skylda stórfyrirtækja að draga úr kostnaðarhækkunum, ekki bara varpa þeim miskunnarlaust út í verðlagið til þess eins að skila inn hagnaði og greiða út arð,“ segir Vilhjálmur. Hann segist sérstaklega hugsi yfir stöðunni vegna aðildar lífeyrissjóða að rekstri þessara fyrirtækja. Hann bendir á að lífeyrissjóðirinir í landinu eigi 50-70 prósent í öllum helstu fyrirtækjunum landsins, til dæmis Festi, Högum og Eimskipafélaginu. „Það hefur líka komið fram að Eimskip skilaði sex milljörðum í hagnað og það liggur fyrir að flutningskostnaður á vörum til Íslands hefur margfaldast á síðustu tveimur árum. Það virðist ekki vera neinn vilji hjá eigendum þessara fyrirtækja að taka þátt í að milda áhrifin svo að neytendur verði ekki fyrir barðinu á þeim,“ segir Vilhjálmur. „Það er umhugsunarefni að það skuli vera lífeyrissjóðir launafólks sem virðist öskra á aukna arðsemi og vilji meiri arðsemi í dag en í gær. Það þýðir ekkert annað en að það er verið að lúberja neytendur og launafólk, sem eiga þessa sjóði. Mér finnst lífeyrissjóðirnir þurfa að spyrna við þessu því þeir eru aðaleigendur þessara fyrirtækja.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að grípa inní Hann segir að neytendur geti því miður lítið gert í þessum verðlagshækkunum, annað en að ræða þær á opinberum vettvangi og mótmælt. Vilhjálmur skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann sagði löngu tímabært að verkalýðshreyfingin gripi inn í. „Enda er verið að níðast á neytendum í gegnum þessi stórfyrirtæki vegna þeirrar arðsemisgræðgi sem heltekið hefur eigendur stórfyrirtækja,“ skrifaði Vilhjálmur í dag. „Hvað neytendur geta gert... þeir geta því miður rosalega lítið gert en það er hlutverk okkar í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðla að benda á þessar staðreyndir hví í ósköpunum þessi stórfyrirtæki eru að skila svona miklum hagnaði á meðan þessar hækkanir eru að gerast á sama tíma.“
Neytendur Verðlag Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53 Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53
Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47