Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:28 Málið er til meðferðar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. vísir/vilhelm Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar. Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar.
Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira