Akureyringar ekki eins ferkantaðir og margir halda Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 15:28 Snorri hafnar því í yfirheyrslu að um tækifærismennsku sé að ræða, að stökkva á kattaskandalinn á Akureyri og setja saman framboð þar. Hann segir einnig óvarlegt að ætla, þó framboðið heiti Kattaframboðið, að um eins máls flokk sé að ræða. Í yfirfærðri merkingu geti kettir staðið fyrir alla þá sem mega sæta ofríki valdsins. vísir/vilhelm Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins. Eins og Vísir greindi frá í gær mælist nýtt framboð sem Snorri leiðir – Kattaframboðið – inni með einn mann og 7,8 prósent í nýrri. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Athygli vekur að þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn. Þar sér Snorri ekki ógn heldur þvert á móti tækifæri. Hann stefnir ótrauður á að ná í það minnsta tveimur mönnum inn í bæjarstjórn í kosningunum sem verða eftir rúma viku. Þegar Vísir náði tali af Snorra var hann í öðru tímabelti, staddur í L.A. í Bandaríkjunum. Í miðri kosningabaráttu? Er það ekki fullmikið kæruleysi? „Nei, alls ekki. Ég er með svo flott fólk í mínu teymi. Og hægur leikur að stjórna baráttunni, og bænum þess vegna, í gegnum fjarfundabúnað. Ég er hér að passa tvo ketti fyrir Friðgeir kokk og ljósmyndara.“ Snorri segir þá stöðu sem könnunin sýnir ekki koma sér á óvart, nema síður sé. „Ég hef haft þetta á tilfinningunni. Ég er þakklátur og ánægður með hugarfarsbreytinguna hjá bæjarbúum. Akureyringar eru frábært fólk en hafa haft það orð á sér að vera ferkantað en það er að breytast.“ Óttast ekki að verða einn í minnihluta Eins og áður sagði sér Snorri tækifæri í þeim þrjátíu prósentum sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. „Já, ég vil tvo menn í það minnsta. Ásgeir Ólafsson Lie, sem er í öðru sætinu, er mjög mikilvægur bæði fyrir mig og bæjarbúa. Hann er jarðtengingin mín og hann hefur reynslu á sviðum sem mig skortir þó reynslumikill sé.“ Eins og fyrirkomulagið í bæjarstjórn Akureyrar er þá er um að ræða samstjórn. Allir flokkar eru í meirihluta. Snorri óttast það ekki að hann verði einn í minnihluta þegar kosningarnar verða gerðar upp. „Nei ég óttast það ekki því ég hef reynslu af því. Ég er mjög sterkur minnihluti. Samstjórnin býður upp á meðvirkni eins og sjá má í ákvarðanatökum bæjarstjórnar. Algjörlega fáránleg ákvörðun með bann við lausagöngu, en líka skýr skilaboð um að það sé ekki allt með felldu.“ Snorri hefur látið sig stjórnmál og framboð sig skipta. Hann bauð sig fram í sveitastjórnarkosningum 2002 með framboðið Vinstri hægri snú, og bauð sig þá til forseta gegn Ólafi Ragnari Grímssyni 2004. Og hann bauð sig einnig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2009. Snorri hafði ekki erindi sem erfiði en víst er að flestir líti svo á að um gjörning hafi verið að ræða af hálfu listamannsins. Eða, hvernig stendur á þessum áhuga hans á því að komast að í stjórnsýslunni? Er það hugmyndin um þægilega og vel launaða innivinnu sem heillar? „Ég er leiddur í framboð af æðri máttarvöldum. Ég hef kjarkinn til að mæta ofureflinu og á auðvitað að nota þann kjark í þágu fólksins og auðvitað kattanna og annarra minnihlutahópa. Ég þekki svo vel minnihluta. Ég hins vegar trúi að ég verði ekki minnihluti núna því ég hef þá trú að að við fáum bæjarstjórastólinn. Ég er hins vegar afar ánægður með Ásthildi bæjarstjóra en það eru breyttir tímar.“ Hafnar því alfarið að um tækifærismennsku sé að ræða Eins og fram hefur komið féll ákvörðun bæjarstjórnar á Akureyri að vilja banna lausagöngu katta í afar grýttan jarðveg. Og reyndi bæjarstjórnin heiðarlega tilraun til að klára það mál korteri fyrir kosningar en þá var of seint um rassinn gripið. En nú gæti einhver talið að um tækifærismennsku sé að ræða; að þú hafir stokkið á þennan kattaskandal til að komast inn í kerfið og stjórnsýsluna? „Ég er verndari katta og hef verið alla mína tíð hefur ekkert með tækifærismennska að gera,“ segir Snorri. Og hann telur ofureinföldun að ætla, þó framboðið sé kennt við ketti og kveikjan sé sú þegar bæjarstjórn ákvað að banna lausagöngu katta, að um eins máls flokk að ræða. Miklu nær sé að líta á kettina í yfirfærðri merkingu; sem tákn fyrir alla þá hópa sem mega sæta ofríki valdsins. „Akkúrat. Akureyri er og verður kattabær,“ segir Snorri og bendir á að nú í sumar sé aldarfjórðungur síðan Loki listaflokkur varð frægasti köttur landsins við að selja listasafni verk sín. „Loki væri mjög stoltur í dag,“ segir Snorri en dagblaðið Dagur-Tíminn fjallaði um þann atburð 1997 þannig að ljóst er að kettirnir hafa lengi verið Snorra hugleiknir. Kettir hafa lengi verið Snorra hugleiknir eins og sjá má í þessari umfjöllun Dags-Tímans 1997.timarit.is/skjáskot Snorri segir að á lista Kattaframboðsins sé fjölbreyttur og flottur hópur fólks sem hafi mikið að segja um ýmis mál. Þeirra stefna miðist ekki við hag kattanna einna. Hundar á Akureyri ættu til að mynda ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur. „Nei alls ekki kattaframboðið ætlar að hugsa um velferð allra dýra í hvarvetna,“ segir Snorri sem fæddur er á Akureyri. En segir þó báða foreldra sína aðflutta, hann sé ættaður af Snæfellsnesinu og úr Reykjavík. Vill gera Akureyri að listamannaparadís Sjálfur leiðtogi Kattaframboðsins á ekki kött sjálfur í augnablikinu en hefur verið með ketti í sinni umsjá í mörg ár. „Ég hef verið að passa ketti í Svíþjóð og Ameríku síðustu ár. Og kötturinn Reykjavík er mér vel kunnugur því fyrrum mágkona mín á hann og ég er að bjóða mig fram í hans umboði.“ Þannig að þú telur víst að þú munir plumma þig vel í bæjarstjórn Akureyrar næstu árin? „Já, ég er ekki í vafa um það. Við viljum helst fá bæjarstjórann því þá getum við betur staðið fyrir endurskoðun og breytingum sem við teljum vera þörf á.“ En nú ert þú listamaður, sem byggir á frelsi til orðs og æðis, óttastu ekki að þú munir hreinlega morkna í bæjarstjórnarstússi? „Nei. Ég mun breyta bæjarstjórna skrifstofunni í mína vinnustofu og þar mun ég gera mína list. Ég efast ekki um annað en það verði gaman og að það verði gaman að búa a Akureyri. Mér leiðist aldrei. Ég vil gera Akureyri af listamannaparadís og gefa kollegum mínum sunnan heiða tækifæri til að flyta til Akureyrar. Því þar sem listamenn eru, þar slær hjartað.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Myndlist Dýr Kettir Tengdar fréttir Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær mælist nýtt framboð sem Snorri leiðir – Kattaframboðið – inni með einn mann og 7,8 prósent í nýrri. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Athygli vekur að þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn. Þar sér Snorri ekki ógn heldur þvert á móti tækifæri. Hann stefnir ótrauður á að ná í það minnsta tveimur mönnum inn í bæjarstjórn í kosningunum sem verða eftir rúma viku. Þegar Vísir náði tali af Snorra var hann í öðru tímabelti, staddur í L.A. í Bandaríkjunum. Í miðri kosningabaráttu? Er það ekki fullmikið kæruleysi? „Nei, alls ekki. Ég er með svo flott fólk í mínu teymi. Og hægur leikur að stjórna baráttunni, og bænum þess vegna, í gegnum fjarfundabúnað. Ég er hér að passa tvo ketti fyrir Friðgeir kokk og ljósmyndara.“ Snorri segir þá stöðu sem könnunin sýnir ekki koma sér á óvart, nema síður sé. „Ég hef haft þetta á tilfinningunni. Ég er þakklátur og ánægður með hugarfarsbreytinguna hjá bæjarbúum. Akureyringar eru frábært fólk en hafa haft það orð á sér að vera ferkantað en það er að breytast.“ Óttast ekki að verða einn í minnihluta Eins og áður sagði sér Snorri tækifæri í þeim þrjátíu prósentum sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. „Já, ég vil tvo menn í það minnsta. Ásgeir Ólafsson Lie, sem er í öðru sætinu, er mjög mikilvægur bæði fyrir mig og bæjarbúa. Hann er jarðtengingin mín og hann hefur reynslu á sviðum sem mig skortir þó reynslumikill sé.“ Eins og fyrirkomulagið í bæjarstjórn Akureyrar er þá er um að ræða samstjórn. Allir flokkar eru í meirihluta. Snorri óttast það ekki að hann verði einn í minnihluta þegar kosningarnar verða gerðar upp. „Nei ég óttast það ekki því ég hef reynslu af því. Ég er mjög sterkur minnihluti. Samstjórnin býður upp á meðvirkni eins og sjá má í ákvarðanatökum bæjarstjórnar. Algjörlega fáránleg ákvörðun með bann við lausagöngu, en líka skýr skilaboð um að það sé ekki allt með felldu.“ Snorri hefur látið sig stjórnmál og framboð sig skipta. Hann bauð sig fram í sveitastjórnarkosningum 2002 með framboðið Vinstri hægri snú, og bauð sig þá til forseta gegn Ólafi Ragnari Grímssyni 2004. Og hann bauð sig einnig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2009. Snorri hafði ekki erindi sem erfiði en víst er að flestir líti svo á að um gjörning hafi verið að ræða af hálfu listamannsins. Eða, hvernig stendur á þessum áhuga hans á því að komast að í stjórnsýslunni? Er það hugmyndin um þægilega og vel launaða innivinnu sem heillar? „Ég er leiddur í framboð af æðri máttarvöldum. Ég hef kjarkinn til að mæta ofureflinu og á auðvitað að nota þann kjark í þágu fólksins og auðvitað kattanna og annarra minnihlutahópa. Ég þekki svo vel minnihluta. Ég hins vegar trúi að ég verði ekki minnihluti núna því ég hef þá trú að að við fáum bæjarstjórastólinn. Ég er hins vegar afar ánægður með Ásthildi bæjarstjóra en það eru breyttir tímar.“ Hafnar því alfarið að um tækifærismennsku sé að ræða Eins og fram hefur komið féll ákvörðun bæjarstjórnar á Akureyri að vilja banna lausagöngu katta í afar grýttan jarðveg. Og reyndi bæjarstjórnin heiðarlega tilraun til að klára það mál korteri fyrir kosningar en þá var of seint um rassinn gripið. En nú gæti einhver talið að um tækifærismennsku sé að ræða; að þú hafir stokkið á þennan kattaskandal til að komast inn í kerfið og stjórnsýsluna? „Ég er verndari katta og hef verið alla mína tíð hefur ekkert með tækifærismennska að gera,“ segir Snorri. Og hann telur ofureinföldun að ætla, þó framboðið sé kennt við ketti og kveikjan sé sú þegar bæjarstjórn ákvað að banna lausagöngu katta, að um eins máls flokk að ræða. Miklu nær sé að líta á kettina í yfirfærðri merkingu; sem tákn fyrir alla þá hópa sem mega sæta ofríki valdsins. „Akkúrat. Akureyri er og verður kattabær,“ segir Snorri og bendir á að nú í sumar sé aldarfjórðungur síðan Loki listaflokkur varð frægasti köttur landsins við að selja listasafni verk sín. „Loki væri mjög stoltur í dag,“ segir Snorri en dagblaðið Dagur-Tíminn fjallaði um þann atburð 1997 þannig að ljóst er að kettirnir hafa lengi verið Snorra hugleiknir. Kettir hafa lengi verið Snorra hugleiknir eins og sjá má í þessari umfjöllun Dags-Tímans 1997.timarit.is/skjáskot Snorri segir að á lista Kattaframboðsins sé fjölbreyttur og flottur hópur fólks sem hafi mikið að segja um ýmis mál. Þeirra stefna miðist ekki við hag kattanna einna. Hundar á Akureyri ættu til að mynda ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur. „Nei alls ekki kattaframboðið ætlar að hugsa um velferð allra dýra í hvarvetna,“ segir Snorri sem fæddur er á Akureyri. En segir þó báða foreldra sína aðflutta, hann sé ættaður af Snæfellsnesinu og úr Reykjavík. Vill gera Akureyri að listamannaparadís Sjálfur leiðtogi Kattaframboðsins á ekki kött sjálfur í augnablikinu en hefur verið með ketti í sinni umsjá í mörg ár. „Ég hef verið að passa ketti í Svíþjóð og Ameríku síðustu ár. Og kötturinn Reykjavík er mér vel kunnugur því fyrrum mágkona mín á hann og ég er að bjóða mig fram í hans umboði.“ Þannig að þú telur víst að þú munir plumma þig vel í bæjarstjórn Akureyrar næstu árin? „Já, ég er ekki í vafa um það. Við viljum helst fá bæjarstjórann því þá getum við betur staðið fyrir endurskoðun og breytingum sem við teljum vera þörf á.“ En nú ert þú listamaður, sem byggir á frelsi til orðs og æðis, óttastu ekki að þú munir hreinlega morkna í bæjarstjórnarstússi? „Nei. Ég mun breyta bæjarstjórna skrifstofunni í mína vinnustofu og þar mun ég gera mína list. Ég efast ekki um annað en það verði gaman og að það verði gaman að búa a Akureyri. Mér leiðist aldrei. Ég vil gera Akureyri af listamannaparadís og gefa kollegum mínum sunnan heiða tækifæri til að flyta til Akureyrar. Því þar sem listamenn eru, þar slær hjartað.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Myndlist Dýr Kettir Tengdar fréttir Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28