Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 16:51 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira