Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. maí 2022 07:55 Maður yfirgefur kjörstað í sveitarstjórnarskosningunum í London í gær. Vísir/EPA Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira