Stökkið: „Krísan er svo sannarlega skollin á“ Elísabet Hanna skrifar 9. maí 2022 07:01 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en tók stökkið og flutti til Vancouver til að hefja framhaldsnám. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir er búsett í borginni Vancouver í British Columbia, Kanada með makanum sínum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Eftir að hafa verið verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík fór hún út í nám í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. Í náminu leggur Elísabet sérstaka áherslu á skaðaminnkun og áhrif loftslagsbreytinga á heilbrigði. Hún segir það hafa verið mjög þroskandi að taka stökkið og nýtur þess að kynnast Vancouver betur með hverjum deginum sem líður. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvar ertu búsett?Ég er búsett í stórkostlegu borginni Vancouver í British Columbia, Kanada. Ég hafði alltaf óútskýrðan áhuga á að flytja til Kanada, það togaði eitthvað í mig. Mamma vill meina að ég hafi verið hér í fyrra lífi en hvað veit ég. En það er erfitt að horfa fram hjá náttúrufegurðinni og ævintýramennskan kallaði á mig en svo síðar meir heillaði Vancouver mig starfsins míns vegna. „Framhaldsnám var ástæðan fyrir að ég tók stökkið og flutti til Vancouver.“ View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Með hverjum býrðu úti? Ég er búsett hér með maka mínum honum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Ég náði að plata hann til að koma með mér og við vorum svo heppin að hann fékk vinnuleyfi hér úti og hann er því á fullu að styðja við námsmanninn sinn og ævintýrið okkar. „Ég veit ekki alveg hvernig ég hefði gert þetta ein en þvílík lukka sem það hefur verið að upplifa þetta saman.“ Hvenær fluttirðu út? Við fluttum út í lok Desember 2021, skólaönnin mín byrjaði í byrjun janúar 2022. Við náðum því að eiga heilög jól með fjölskyldum okkar og eyða miklum tíma með þeim áður en við fórum. Við lentum hér úti 30. desember og það er rúmlega átta klukkutíma tímamismunur, við á eftir ykkur, þannig að á gamlárskvöldi fórum við út að borða og upp í rúm fyrir miðnætti á okkar tíma. „Á núll einni vorum við orðin miðaldra lítil hjón hérna úti.“ Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ég á svo dásamlega foreldra sem að hafa alltaf hvatt mig til að hafa opin huga og hugsa stórt. Mamma er hjúkrunarfræðingur eins og ég og hún tók framhaldsnámið sitt með okkur systkinin lítil heima í fjarnámi frá Bretlandi og ég man eftir að hafa fylgst með henni í tölvunni heima að læra alltaf. „Hún laumaði því til mín að ég ætti alltaf, ef ég hefði tök á því, að stefna á að fara í framhaldsnám erlendis og þá í staðnám.“ Ná að drekka í mig alla upplifunina. Það var því í raun hugmyndin sem var velkjast um í huganum í góðan tíma, ómeðvitað stefndi ég alltaf á að flytja erlendis í framhaldsnám en tímasetningin var aldrei skýr. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hafði aðallega áhrif á skipulagninguna varðandi það að fljúga hingað og komast inn í landið. Þegar ég flutti til Kanada máttu einungis bólusettir ferðamenn koma hér í gegnum landamærin. Þetta snerist aðallega um að passa upp á að vera með alla pappíra og skjöl tilbúið og fylla út allskonar eyðublöð. Góður undirbúningur fyrir skólann vil ég meina að láti reyna aðeins á skipulagshæfileika. Flutningarnir sjálfir gengu því vel en heimsfaraldurinn hafði áhrif á það að námið mitt færðist yfir í að vera rafrænt. „Ég sat því föst í kjallaraíbúðinni okkar fyrstu mánuðina sem var frekar írónískt.“ Að rífa upp allar rætur, kveðja fjölskylduna og taka stökkið til að fara út í framhaldsnám til þess að fá að vera í staðnámi, en enda svo á að hanga heima í tölvunni í fjarnámi. En við erum núna komin aftur í persónu í skólanum og það breytti öllu. Aðsend. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Þetta tók dágóðan tíma fyrir mig, ég er skipulagðari en ég vil meina og þarf að hafa allt frekar ákveðið og skýrt. Ætli það sé ekki verkefnastjórinn í mér. Ég var búin að finna borgina sem ég vildi flytja til fyrir nokkrum árum síðan eftir að hafa lagst í smá rannsóknarvinnu. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hef ég fengið að þjónusta heimilislausa einstaklinga og kafað djúpt í skaðaminnkandi hugmyndafræði.“ Vancouver er mjög framarlega á sviði skaðaminnkunar og úrræða, sérstaklega innan hjúkrunar, og því var það eiginlega enginn vafi á að það yrði borgin mín. Á meðan ég starfaði hjá Rauða krossinum í Frú Ragnheiði komst ég í kynni við hjúkrunarfræðinga sem að stofnuðu og settu á laggirnar fyrsta löglega neyslurýmið í Norður-Ameríku. Elísabet Brynjarsdóttir.Vísir/Arnar Þau hjálpuðu mér ansi mikið í gegnum heimsfaraldurinn með því að senda mér rannsóknir og klínískar leiðbeiningar varðandi þjónustu við heimilislausa einstaklinga sem hjálpaði mikið. Eftir að hafa ákveðið borgina þá fór ég að leita af skólum í borginni og námsleiðum. Þegar ég var búin að velja námsleiðina sem hentaði mér þá hófst formlegri undirbúningurinn sem fólst í að sækja um og sannfæra skólann um að taka við mér. „Þetta ferli tók alveg hálft ár og í Kanada sækir maður um heilu ári áður en námið sjálft byrjar.“ Það sem ýtti við mér að taka af skarið að sækja um námið, því ég var búin að fresta því í dágóðan tíma, er að ég fann að ég var komin á ákveðna endastöð í mínu starfi faglega með það sem mér fannst ég hafa upp á að bjóða og það væri kominn tími fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) „Ég hafði einhvern veginn gefið allt sem ég gat gefið og þurfti að fá að læra meira til þess að geta haldið áfram.“ Það má því segja að þó að þetta hafi verið mikil formleg skipulagning til þess að sækja um þá hafi það verið ákveðin andlegur undirbúningur á undan sem styrkti mig í ákvarðanatökunni. Eftir að hafa fengið boð um skólavist þá fór af stað allur undirbúningur varðandi að finna húsnæði, sækja um námslán og ganga frá öllum lausum endum. Þetta var því dágott ferli yfir næstum tveggja ára tímabil þar sem ég lærði ansi vel á allskonar stjórnsýslu en þegar ég var komin hingað út vissi ég strax að það var allt þess virði. Elísabet er alsæl með alla sem hún er búin að kynnast í náminu.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Ég flutti til borgar sem ég hafði aldrei komið til áður en það var eitthvað sem togaði í mig. Ég hugsa að það helsta sem ég gæti ráðlagt væri bara að geta séð fyrir sér að búa þarna, kynna sér sögu landsins og fólksins sem hefur búið þar og býr núna. „Ég vil ekki valsa um í nýja borg og á nýtt land án þess að geta borið virðingu fyrir hefðum og siðum.“ Frumbyggjar hér í Kanada eiga langa sögu og hafa séð vel um landið í hundruð ára. Löndum hefur verið stolið af þeim og þeim ýtt út á jaðarinn. Ég íhugaði vandlega hvernig mín nærvera gæti haft áhrif á umhverfið og menninguna. Landnám hvítra einstaklinga hér úti er ekki fallegt út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og það er sjálfsagt að viðurkenna og átta sig á forréttindum sínum til þess að geta tekið þátt í mikilvægum samtölum sem eru að eiga sér stað hérna. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Annars er auðvitað er hægt að gefa ráðleggingar varðandi allt þetta hefðbundna, vera viss um að þú getir tryggt öryggi þitt, hafir einhvern stað til að vera á og alla tilskylda pappíra og leyfi. En það sem kom mér örugglega hvað mest á óvart er hvað það er flókið sálrænt ferli að flytja erlendis. „Fyrstu dagarnir eru ótrúlega spennandi, svo skellur á mann efasemdir og heimþrá, vanlíðan og svo tekur hversdagsleikinn við.“ Fyrir mér hefur allt þetta ferli verið mjög auðmýkjandi, þetta er eins og að byrja upp á nýtt með engan grunn og enginn veit neitt um þig sem getur verið gott en líka erfitt. Þegar erfiðleikar hafa skollið á vini og vandamenn heima hefur líka verið erfitt að vera ekki til staðar. En svona er lífið allskonar. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég var verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík þegar að heimsfaraldurinn skall á. Ég hafði ekki mikið stuðningsnet annarra heilbrigðisstarfsmanna þar sem við erum ekki mörg í faginu og ég þurfti því oft að leita annað til að sjá hvað fagaðilar væru að gera til að bregðast við heimsfaraldrinum fyrir heimilislausa einstaklinga. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Ég sótti mikinn stuðning og innblástur til kollega hér í Vancouver í gegnum samfélagsmiðla og kynnti mér helstu klínískar leiðbeiningar sem stuðst er við í þjónustu hér úti við þennan hóp. Það var eitthvað sem heillaði mig og ég fór því að kanna hvaða nám væru í boði hér úti. Við University of British Columbia er ein virtasta viðskiptafræðideild Norður Ameríku, Sauder Business School. Hjúkrunarfræðideildin hér er líka full af fræðifólki sem hefur rannsakað félagslegt heilbrigði, jafnrétti, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og fleira. View this post on Instagram A post shared by Dóra Björt Guðjónsdóttir (@dorabjort) „Það er námsleið í boði hér í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. Áherslan er á breytta samfélagsgerð, sjálfbærni, loftslagsbreytingar og áskoranir framtíðarinnar.“ Þetta var nákvæmlega það sem mér fannst mig vanta og ég sótti því um. Það sem er alveg að heilla mig upp úr skónum hérna eru bekkjarfélagar mínir. Ótrúlegir leiðtogar alls staðar úr heiminum samankomnir á einn stað að reyna að svara saman flóknum spurningum sem leiðtogar innan heilbrigðiskerfisins standa frammi fyrir næstu árin. „Ég er að læra mikið um áhrif loftslagskrísunnar á heilbrigði okkar, hvað kerfin þurfa að gera til að aðlagast og breyta því krísan er svo sannarlega skollin á.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldu og vina langmest. Engin spurning. Það koma augnablik þar sem ég átta mig á því hvað ég er langt í burtu og maður vildi að maður gæti verið til staðar heima ef eitthvað er í gangi eða að gerast í lífi náinna aðstandenda. Skrítinn hlutur sem ég sakna er kjarabaráttuvitund Íslendinga og hvað flestum finnst stéttarfélög vera sjálfsagður hluti af atvinnulífinu. Það er alls ekki þannig hérna og það kom mér á óvart hvað talað er niður til kjarabaráttu almennt og stéttarfélaga. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Æji er ekki alveg týpískt að sakna minnst veðursins? Og mér finnst líka ótrúlega dýrmætt að fá svigrúm til ákveðins sjálfstæðis hér úti í leiðangri mínum í þessu námi. „Ég þarf að standa ansi mikið á eigin fótum og það er gott og þroskandi.“ Stuðningsnetið er nú rafrænt og sendir manni heillaóskir sem ég er svo þakklát fyrir en ég þarf líka að læra ansi harkalega í mörgum áskorunum við þessa flutninga að standa í eigin lappir. Hvernig er veðrið? Fyrir litla Íslendinginn ég þá er veðrið bara ansi frábært. Það rignir ansi mikið hérna en það er oft bara svalandi. Það sem er frekar óhugnanlegt er hversu heitt er orðið í Vancouver. Í fyrra létust rúmlega 800 einstaklingar vegna hitabylgju í British Columbia og áhrif loftslagsbreytinga eru að koma bersýnilega í ljós hérna. „Heilbrigðiskerfin hafa varla undan.“ Hitinn og breytingarnar á loftslaginu eru líka að sýnileg áhrif á náttúruna en ævaforn tré hér úti eru að brotna því þau höndla ekki hitann. Þannig þó að sólþyrsti Íslendingurinn ég fagni sólargeislum þá er þetta líka ansi bitursætt (ef það er orð). View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvaða ferðamáta notast þú við? Í Vancouver labba ég allt eða tek strætó. Þegar ég á aðeins meiri pening langar mig að kaupa hjól. Dásamlegi bíllausi lífsstíllinn. Það er lúmskt áhugamál að fylgjast með fólki í almenningsrýmum og því eru strætóar og lestir uppáhalds ferðamátinn minn. Kemurðu oft til Íslands? Hingað til hef ég ekki komið til Íslands síðan ég flutti út. Ég sé fyrir mér að vilja vera aðeins lengur hérna úti og þá fer ég að plana næstu heimkomu, kannski. En ég reyni að halda ferðalögum í lágmarki vegna umhverfisáhrifa og kostnaðar. Fátæk námskona og allt það. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Það er ódýrara að búa hérna miðað við daglegan rekstur. Matvara er aðgengilegri, allskonar krydd og ávextir sem eru ferskir og ræktaðir hér og eru ódýrari. En húsnæðiskostnaður er mjög hár hér í Vancouver þannig að þetta er ekki mikil breyting. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Hingað til hef ég ekki fengið neina heimsókn hingað út en ég veit af nokkrum sem geta ekki beðið eftir að koma að heimsækja okkur hingað. „Ég get ekki beðið eftir að fá nokkur knús og sýna fólkinu sem ég elska umhverfið sem ég elska.“ Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég var mjög fljót að komast í kynni við Facebook hóp hérna úti í Vancouver þar sem Íslendingar hjálpast að og auglýsa viðburði. Ég er sjálf í sterkum bekk í skólanum og eyði miklum tíma með þeim þannig ég er ekki alveg viss um hversu sterkt Íslendingasamfélagið er hérna. Það er gaman að segja frá því að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa flutt hingað út og fjölmargir einstaklingar sem hafa fæðst og alist upp hérna sem að eiga einhverjar rætur að rekja til Íslands. Kom mér á óvart hversu margir í raun. Önnur skemmtileg saga er að ég var svo lukkuleg að endurnýja kynni við vinkonu úr framhaldsskóla sem ég hafði lítið heyrt frá í rúmlega tíu ár sem að býr í Vancouver, hún Ingibjörg Ósk. Við hittumst núna reglulega ásamt mökunum okkar og það er alveg dásamlegt hvaða leiðir lífið tekur mann stundum. Aðsend. Áttu þér uppáhalds stað? Vancouver er í algjöru uppáhaldi en ég hef lítið fengið tækifæri til að ferðast utan borgarinnar þar sem ég er á fullu í náminu. Hins vegar eru staðir í borginni sem ég elska eins og Main Street, Jericho ströndin þar sem eru villtar kanínur úti um allt og svo er háskólasvæðið stórkostlega fallegt líka. „Ég er hins vegar með ansi margt á listanum mínum til að gera hérna úti og ferðast og hlakka til að fá smá svigrúm til þess.“ Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Ég er sjálf grænmetisæta og það eru dásamlegir veitingastaðir hérna úti fyrir vegan og grænmetisætur. The Heirloom er með besta brunchinn og Meet on Main er með geggjaðan vegan Mac and Cheese hamborgara. Svo er East is East í uppáhaldi hjá okkur hjúunum, geggjaður afganskur matur. Það er mikil matarmenning hérna og fjölbreytt þar sem Vancouver samanstendur af fjölbreyttum samfélögum og innflytjendum. „Algjört himnaríki fyrir manneskju eins og mig sem elskar mat!“ Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Fara í eina góða fjallgöngu, sjá útsýnið og mögnuðu náttúruna hérna og öll dýrin sem tilheyra henni. Í einni fjallgöngu gætir þú rekist á björn, elg, dádýr, skjaldbökur, snáka, spætur, erni, bara nefndu það. „Ég hitti Snar og Snögg í síðustu fjallgöngu, mjög skemmtilegir og biðja að heilsa.“ Aðsend. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég myndi segja að það sé ekkert rosalega frábrugðið öðrum týpískum dögum hjá námsfólki. Ég vakna snemma, fæ mér hafragraut og kaffi með Jóa. Við lesum bók við morgunverðarborðið eða reynum að ná símtali heim til Íslands þar sem þið eruð rúmlega átta klukkustundum á undan okkur í tíma. Síðan fer ég að læra eða undirbúa verkefni, tek strætó eða labba í skólann og læri meira. Yfirleitt eldum við heima til að spara en stundum trítum við okkur út að borða. Um helgar og á kvöldin reynum við að vera dugleg að hitta vini, Íslendingarnir okkar þau Inga og Árni eru þar í smá uppáhaldi þar sem Íslendingar geta verið svo einfaldir að hópa sig saman en það minnir mann á góðan hátt á heima. Svo reynir maður að gera góð helgarplön með útivist og ævintýrum. Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn? Úff, ætli það sé ekki bara fólkið og náttúran. Það er svo fjölbreytt samfélagið hérna úti, ég hef lært svo mikið af svo mörgum með mismunandi bakgrunna. Hversdagsleikinn hérna er svo ótrúlega fallegur eitthvað, fólk heilsar hvort öðru, þakkar strætóbílstjóranum fyrir ferðina og hjálpast að. Mjög klisjukennt en Kanadafólk eru smá með þetta. Svo er svo mikið af geggjuðum mat og kryddum og aðföngum sem er auðvelt að nálgast hérna sem er skemmtilegt fyrir tækifæriskokkinn mig. Tala ekki um hvað það er stutt í næsta ævintýri og Íslendingurinn ég er alltaf svo heilluð þegar ég sé ný dýr. „Uppáhaldið mitt var að sjá þvottabjörn að kvöldi til á háskólasvæðinu, vá hvað það var gaman.“ Hvað er það versta við staðinn þinn? Vancouver er ekki þekkt fyrir að vera ódýr borg þannig það tekur stundum á budduna. Við reynum að vera skipulögð og eldum heima eins og við getum. Það er líka ekki endilega bundið við staðinn minn en eins og ég hef komið inn á þá er það mjög auðmýkjandi að flytja á nýjan stað þar sem enginn þekkir þig og ég þekki fáa. Maður þarf svolítið að byrja upp á nýtt og það getur tekið á en ó hvað það er þroskandi. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég sé fyrir mér að enda á Íslandi, sama hvenær það verður. Ég er alltof fjölskyldurækin til að enda ekki aftur heima held ég. Litlu frændur mínir og frænkur toga rosalega mikið í mig og núna þegar systir mín á von á barni að þá er erfitt að vera ekki til staðar. „Ég ætla bara að njóta ævintýrisins sem það er að vera hérna í Kanada og eiga ansi margar minningar í bankanum held ég barasta.“ Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is. Stökkið Íslendingar erlendis Kanada Tengdar fréttir Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira
Í náminu leggur Elísabet sérstaka áherslu á skaðaminnkun og áhrif loftslagsbreytinga á heilbrigði. Hún segir það hafa verið mjög þroskandi að taka stökkið og nýtur þess að kynnast Vancouver betur með hverjum deginum sem líður. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvar ertu búsett?Ég er búsett í stórkostlegu borginni Vancouver í British Columbia, Kanada. Ég hafði alltaf óútskýrðan áhuga á að flytja til Kanada, það togaði eitthvað í mig. Mamma vill meina að ég hafi verið hér í fyrra lífi en hvað veit ég. En það er erfitt að horfa fram hjá náttúrufegurðinni og ævintýramennskan kallaði á mig en svo síðar meir heillaði Vancouver mig starfsins míns vegna. „Framhaldsnám var ástæðan fyrir að ég tók stökkið og flutti til Vancouver.“ View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Með hverjum býrðu úti? Ég er búsett hér með maka mínum honum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Ég náði að plata hann til að koma með mér og við vorum svo heppin að hann fékk vinnuleyfi hér úti og hann er því á fullu að styðja við námsmanninn sinn og ævintýrið okkar. „Ég veit ekki alveg hvernig ég hefði gert þetta ein en þvílík lukka sem það hefur verið að upplifa þetta saman.“ Hvenær fluttirðu út? Við fluttum út í lok Desember 2021, skólaönnin mín byrjaði í byrjun janúar 2022. Við náðum því að eiga heilög jól með fjölskyldum okkar og eyða miklum tíma með þeim áður en við fórum. Við lentum hér úti 30. desember og það er rúmlega átta klukkutíma tímamismunur, við á eftir ykkur, þannig að á gamlárskvöldi fórum við út að borða og upp í rúm fyrir miðnætti á okkar tíma. „Á núll einni vorum við orðin miðaldra lítil hjón hérna úti.“ Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ég á svo dásamlega foreldra sem að hafa alltaf hvatt mig til að hafa opin huga og hugsa stórt. Mamma er hjúkrunarfræðingur eins og ég og hún tók framhaldsnámið sitt með okkur systkinin lítil heima í fjarnámi frá Bretlandi og ég man eftir að hafa fylgst með henni í tölvunni heima að læra alltaf. „Hún laumaði því til mín að ég ætti alltaf, ef ég hefði tök á því, að stefna á að fara í framhaldsnám erlendis og þá í staðnám.“ Ná að drekka í mig alla upplifunina. Það var því í raun hugmyndin sem var velkjast um í huganum í góðan tíma, ómeðvitað stefndi ég alltaf á að flytja erlendis í framhaldsnám en tímasetningin var aldrei skýr. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hafði aðallega áhrif á skipulagninguna varðandi það að fljúga hingað og komast inn í landið. Þegar ég flutti til Kanada máttu einungis bólusettir ferðamenn koma hér í gegnum landamærin. Þetta snerist aðallega um að passa upp á að vera með alla pappíra og skjöl tilbúið og fylla út allskonar eyðublöð. Góður undirbúningur fyrir skólann vil ég meina að láti reyna aðeins á skipulagshæfileika. Flutningarnir sjálfir gengu því vel en heimsfaraldurinn hafði áhrif á það að námið mitt færðist yfir í að vera rafrænt. „Ég sat því föst í kjallaraíbúðinni okkar fyrstu mánuðina sem var frekar írónískt.“ Að rífa upp allar rætur, kveðja fjölskylduna og taka stökkið til að fara út í framhaldsnám til þess að fá að vera í staðnámi, en enda svo á að hanga heima í tölvunni í fjarnámi. En við erum núna komin aftur í persónu í skólanum og það breytti öllu. Aðsend. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Þetta tók dágóðan tíma fyrir mig, ég er skipulagðari en ég vil meina og þarf að hafa allt frekar ákveðið og skýrt. Ætli það sé ekki verkefnastjórinn í mér. Ég var búin að finna borgina sem ég vildi flytja til fyrir nokkrum árum síðan eftir að hafa lagst í smá rannsóknarvinnu. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hef ég fengið að þjónusta heimilislausa einstaklinga og kafað djúpt í skaðaminnkandi hugmyndafræði.“ Vancouver er mjög framarlega á sviði skaðaminnkunar og úrræða, sérstaklega innan hjúkrunar, og því var það eiginlega enginn vafi á að það yrði borgin mín. Á meðan ég starfaði hjá Rauða krossinum í Frú Ragnheiði komst ég í kynni við hjúkrunarfræðinga sem að stofnuðu og settu á laggirnar fyrsta löglega neyslurýmið í Norður-Ameríku. Elísabet Brynjarsdóttir.Vísir/Arnar Þau hjálpuðu mér ansi mikið í gegnum heimsfaraldurinn með því að senda mér rannsóknir og klínískar leiðbeiningar varðandi þjónustu við heimilislausa einstaklinga sem hjálpaði mikið. Eftir að hafa ákveðið borgina þá fór ég að leita af skólum í borginni og námsleiðum. Þegar ég var búin að velja námsleiðina sem hentaði mér þá hófst formlegri undirbúningurinn sem fólst í að sækja um og sannfæra skólann um að taka við mér. „Þetta ferli tók alveg hálft ár og í Kanada sækir maður um heilu ári áður en námið sjálft byrjar.“ Það sem ýtti við mér að taka af skarið að sækja um námið, því ég var búin að fresta því í dágóðan tíma, er að ég fann að ég var komin á ákveðna endastöð í mínu starfi faglega með það sem mér fannst ég hafa upp á að bjóða og það væri kominn tími fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) „Ég hafði einhvern veginn gefið allt sem ég gat gefið og þurfti að fá að læra meira til þess að geta haldið áfram.“ Það má því segja að þó að þetta hafi verið mikil formleg skipulagning til þess að sækja um þá hafi það verið ákveðin andlegur undirbúningur á undan sem styrkti mig í ákvarðanatökunni. Eftir að hafa fengið boð um skólavist þá fór af stað allur undirbúningur varðandi að finna húsnæði, sækja um námslán og ganga frá öllum lausum endum. Þetta var því dágott ferli yfir næstum tveggja ára tímabil þar sem ég lærði ansi vel á allskonar stjórnsýslu en þegar ég var komin hingað út vissi ég strax að það var allt þess virði. Elísabet er alsæl með alla sem hún er búin að kynnast í náminu.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Ég flutti til borgar sem ég hafði aldrei komið til áður en það var eitthvað sem togaði í mig. Ég hugsa að það helsta sem ég gæti ráðlagt væri bara að geta séð fyrir sér að búa þarna, kynna sér sögu landsins og fólksins sem hefur búið þar og býr núna. „Ég vil ekki valsa um í nýja borg og á nýtt land án þess að geta borið virðingu fyrir hefðum og siðum.“ Frumbyggjar hér í Kanada eiga langa sögu og hafa séð vel um landið í hundruð ára. Löndum hefur verið stolið af þeim og þeim ýtt út á jaðarinn. Ég íhugaði vandlega hvernig mín nærvera gæti haft áhrif á umhverfið og menninguna. Landnám hvítra einstaklinga hér úti er ekki fallegt út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og það er sjálfsagt að viðurkenna og átta sig á forréttindum sínum til þess að geta tekið þátt í mikilvægum samtölum sem eru að eiga sér stað hérna. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Annars er auðvitað er hægt að gefa ráðleggingar varðandi allt þetta hefðbundna, vera viss um að þú getir tryggt öryggi þitt, hafir einhvern stað til að vera á og alla tilskylda pappíra og leyfi. En það sem kom mér örugglega hvað mest á óvart er hvað það er flókið sálrænt ferli að flytja erlendis. „Fyrstu dagarnir eru ótrúlega spennandi, svo skellur á mann efasemdir og heimþrá, vanlíðan og svo tekur hversdagsleikinn við.“ Fyrir mér hefur allt þetta ferli verið mjög auðmýkjandi, þetta er eins og að byrja upp á nýtt með engan grunn og enginn veit neitt um þig sem getur verið gott en líka erfitt. Þegar erfiðleikar hafa skollið á vini og vandamenn heima hefur líka verið erfitt að vera ekki til staðar. En svona er lífið allskonar. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég var verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík þegar að heimsfaraldurinn skall á. Ég hafði ekki mikið stuðningsnet annarra heilbrigðisstarfsmanna þar sem við erum ekki mörg í faginu og ég þurfti því oft að leita annað til að sjá hvað fagaðilar væru að gera til að bregðast við heimsfaraldrinum fyrir heimilislausa einstaklinga. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Ég sótti mikinn stuðning og innblástur til kollega hér í Vancouver í gegnum samfélagsmiðla og kynnti mér helstu klínískar leiðbeiningar sem stuðst er við í þjónustu hér úti við þennan hóp. Það var eitthvað sem heillaði mig og ég fór því að kanna hvaða nám væru í boði hér úti. Við University of British Columbia er ein virtasta viðskiptafræðideild Norður Ameríku, Sauder Business School. Hjúkrunarfræðideildin hér er líka full af fræðifólki sem hefur rannsakað félagslegt heilbrigði, jafnrétti, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og fleira. View this post on Instagram A post shared by Dóra Björt Guðjónsdóttir (@dorabjort) „Það er námsleið í boði hér í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku. Áherslan er á breytta samfélagsgerð, sjálfbærni, loftslagsbreytingar og áskoranir framtíðarinnar.“ Þetta var nákvæmlega það sem mér fannst mig vanta og ég sótti því um. Það sem er alveg að heilla mig upp úr skónum hérna eru bekkjarfélagar mínir. Ótrúlegir leiðtogar alls staðar úr heiminum samankomnir á einn stað að reyna að svara saman flóknum spurningum sem leiðtogar innan heilbrigðiskerfisins standa frammi fyrir næstu árin. „Ég er að læra mikið um áhrif loftslagskrísunnar á heilbrigði okkar, hvað kerfin þurfa að gera til að aðlagast og breyta því krísan er svo sannarlega skollin á.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldu og vina langmest. Engin spurning. Það koma augnablik þar sem ég átta mig á því hvað ég er langt í burtu og maður vildi að maður gæti verið til staðar heima ef eitthvað er í gangi eða að gerast í lífi náinna aðstandenda. Skrítinn hlutur sem ég sakna er kjarabaráttuvitund Íslendinga og hvað flestum finnst stéttarfélög vera sjálfsagður hluti af atvinnulífinu. Það er alls ekki þannig hérna og það kom mér á óvart hvað talað er niður til kjarabaráttu almennt og stéttarfélaga. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Æji er ekki alveg týpískt að sakna minnst veðursins? Og mér finnst líka ótrúlega dýrmætt að fá svigrúm til ákveðins sjálfstæðis hér úti í leiðangri mínum í þessu námi. „Ég þarf að standa ansi mikið á eigin fótum og það er gott og þroskandi.“ Stuðningsnetið er nú rafrænt og sendir manni heillaóskir sem ég er svo þakklát fyrir en ég þarf líka að læra ansi harkalega í mörgum áskorunum við þessa flutninga að standa í eigin lappir. Hvernig er veðrið? Fyrir litla Íslendinginn ég þá er veðrið bara ansi frábært. Það rignir ansi mikið hérna en það er oft bara svalandi. Það sem er frekar óhugnanlegt er hversu heitt er orðið í Vancouver. Í fyrra létust rúmlega 800 einstaklingar vegna hitabylgju í British Columbia og áhrif loftslagsbreytinga eru að koma bersýnilega í ljós hérna. „Heilbrigðiskerfin hafa varla undan.“ Hitinn og breytingarnar á loftslaginu eru líka að sýnileg áhrif á náttúruna en ævaforn tré hér úti eru að brotna því þau höndla ekki hitann. Þannig þó að sólþyrsti Íslendingurinn ég fagni sólargeislum þá er þetta líka ansi bitursætt (ef það er orð). View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Hvaða ferðamáta notast þú við? Í Vancouver labba ég allt eða tek strætó. Þegar ég á aðeins meiri pening langar mig að kaupa hjól. Dásamlegi bíllausi lífsstíllinn. Það er lúmskt áhugamál að fylgjast með fólki í almenningsrýmum og því eru strætóar og lestir uppáhalds ferðamátinn minn. Kemurðu oft til Íslands? Hingað til hef ég ekki komið til Íslands síðan ég flutti út. Ég sé fyrir mér að vilja vera aðeins lengur hérna úti og þá fer ég að plana næstu heimkomu, kannski. En ég reyni að halda ferðalögum í lágmarki vegna umhverfisáhrifa og kostnaðar. Fátæk námskona og allt það. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Það er ódýrara að búa hérna miðað við daglegan rekstur. Matvara er aðgengilegri, allskonar krydd og ávextir sem eru ferskir og ræktaðir hér og eru ódýrari. En húsnæðiskostnaður er mjög hár hér í Vancouver þannig að þetta er ekki mikil breyting. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Hingað til hef ég ekki fengið neina heimsókn hingað út en ég veit af nokkrum sem geta ekki beðið eftir að koma að heimsækja okkur hingað. „Ég get ekki beðið eftir að fá nokkur knús og sýna fólkinu sem ég elska umhverfið sem ég elska.“ Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég var mjög fljót að komast í kynni við Facebook hóp hérna úti í Vancouver þar sem Íslendingar hjálpast að og auglýsa viðburði. Ég er sjálf í sterkum bekk í skólanum og eyði miklum tíma með þeim þannig ég er ekki alveg viss um hversu sterkt Íslendingasamfélagið er hérna. Það er gaman að segja frá því að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa flutt hingað út og fjölmargir einstaklingar sem hafa fæðst og alist upp hérna sem að eiga einhverjar rætur að rekja til Íslands. Kom mér á óvart hversu margir í raun. Önnur skemmtileg saga er að ég var svo lukkuleg að endurnýja kynni við vinkonu úr framhaldsskóla sem ég hafði lítið heyrt frá í rúmlega tíu ár sem að býr í Vancouver, hún Ingibjörg Ósk. Við hittumst núna reglulega ásamt mökunum okkar og það er alveg dásamlegt hvaða leiðir lífið tekur mann stundum. Aðsend. Áttu þér uppáhalds stað? Vancouver er í algjöru uppáhaldi en ég hef lítið fengið tækifæri til að ferðast utan borgarinnar þar sem ég er á fullu í náminu. Hins vegar eru staðir í borginni sem ég elska eins og Main Street, Jericho ströndin þar sem eru villtar kanínur úti um allt og svo er háskólasvæðið stórkostlega fallegt líka. „Ég er hins vegar með ansi margt á listanum mínum til að gera hérna úti og ferðast og hlakka til að fá smá svigrúm til þess.“ Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Ég er sjálf grænmetisæta og það eru dásamlegir veitingastaðir hérna úti fyrir vegan og grænmetisætur. The Heirloom er með besta brunchinn og Meet on Main er með geggjaðan vegan Mac and Cheese hamborgara. Svo er East is East í uppáhaldi hjá okkur hjúunum, geggjaður afganskur matur. Það er mikil matarmenning hérna og fjölbreytt þar sem Vancouver samanstendur af fjölbreyttum samfélögum og innflytjendum. „Algjört himnaríki fyrir manneskju eins og mig sem elskar mat!“ Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Fara í eina góða fjallgöngu, sjá útsýnið og mögnuðu náttúruna hérna og öll dýrin sem tilheyra henni. Í einni fjallgöngu gætir þú rekist á björn, elg, dádýr, skjaldbökur, snáka, spætur, erni, bara nefndu það. „Ég hitti Snar og Snögg í síðustu fjallgöngu, mjög skemmtilegir og biðja að heilsa.“ Aðsend. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég myndi segja að það sé ekkert rosalega frábrugðið öðrum týpískum dögum hjá námsfólki. Ég vakna snemma, fæ mér hafragraut og kaffi með Jóa. Við lesum bók við morgunverðarborðið eða reynum að ná símtali heim til Íslands þar sem þið eruð rúmlega átta klukkustundum á undan okkur í tíma. Síðan fer ég að læra eða undirbúa verkefni, tek strætó eða labba í skólann og læri meira. Yfirleitt eldum við heima til að spara en stundum trítum við okkur út að borða. Um helgar og á kvöldin reynum við að vera dugleg að hitta vini, Íslendingarnir okkar þau Inga og Árni eru þar í smá uppáhaldi þar sem Íslendingar geta verið svo einfaldir að hópa sig saman en það minnir mann á góðan hátt á heima. Svo reynir maður að gera góð helgarplön með útivist og ævintýrum. Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn? Úff, ætli það sé ekki bara fólkið og náttúran. Það er svo fjölbreytt samfélagið hérna úti, ég hef lært svo mikið af svo mörgum með mismunandi bakgrunna. Hversdagsleikinn hérna er svo ótrúlega fallegur eitthvað, fólk heilsar hvort öðru, þakkar strætóbílstjóranum fyrir ferðina og hjálpast að. Mjög klisjukennt en Kanadafólk eru smá með þetta. Svo er svo mikið af geggjuðum mat og kryddum og aðföngum sem er auðvelt að nálgast hérna sem er skemmtilegt fyrir tækifæriskokkinn mig. Tala ekki um hvað það er stutt í næsta ævintýri og Íslendingurinn ég er alltaf svo heilluð þegar ég sé ný dýr. „Uppáhaldið mitt var að sjá þvottabjörn að kvöldi til á háskólasvæðinu, vá hvað það var gaman.“ Hvað er það versta við staðinn þinn? Vancouver er ekki þekkt fyrir að vera ódýr borg þannig það tekur stundum á budduna. Við reynum að vera skipulögð og eldum heima eins og við getum. Það er líka ekki endilega bundið við staðinn minn en eins og ég hef komið inn á þá er það mjög auðmýkjandi að flytja á nýjan stað þar sem enginn þekkir þig og ég þekki fáa. Maður þarf svolítið að byrja upp á nýtt og það getur tekið á en ó hvað það er þroskandi. View this post on Instagram A post shared by Elisabet Brynjarsdottir (@elisabetbrynjarsd) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég sé fyrir mér að enda á Íslandi, sama hvenær það verður. Ég er alltof fjölskyldurækin til að enda ekki aftur heima held ég. Litlu frændur mínir og frænkur toga rosalega mikið í mig og núna þegar systir mín á von á barni að þá er erfitt að vera ekki til staðar. „Ég ætla bara að njóta ævintýrisins sem það er að vera hérna í Kanada og eiga ansi margar minningar í bankanum held ég barasta.“ Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið Íslendingar erlendis Kanada Tengdar fréttir Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira
Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00
Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01