Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 14:43 Þingheimur, og forseti Íslands, hlustuðu af athygli. Úkraínuforseti flutti ræðuna á úkraínsku. Túlkur sá um að þýða hana í rauntíma. Vísir/Vilhelm „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ Sögulegt ávarp Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu, til íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag hófst á þessum orðum sem Selenskí mælti á íslensku. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi ávarpaði Alþingi. Í ávarpi sínu hvatti Selenskí yfirvöld á Íslandi til að styðja áfram við Úkraínu vegna innrás Rússa í ríkið. Vísaði til langra samskipta Í ávarpinu vísaði Selenskí til langrar sögu samskipta á milli landanna tveggja, sem ná allt að þúsund ár aftur í tímann. Nokkur fjöldi safnaðist fyrir utan Alþingishúsið á meðan ávarpinu stóð.Vísir/Vilhelm „Það er mikill heiður fyrir mig að mæla hér á Alþingi, sem endurspeglar hinn frjálsa heim. Gömul gildi sem að fólk barðist fyrir og heldur áfram að berjast fyrir. Gildi sem við berjumst fyrir í Úkraínu. Við erum mjög tengd í menningarlegu tilliti og höfum verið í yfir þúsund ár. Forfeður ykkar leituðu fanga og voru í samstarfi við okkar. Það er ýmislegt sem tengir okkur og ég færi hlýju til Reykjavíkur, sagði Selenskí, og vísaði þar til ferða norrænna Víkinga til Kænugarðs.“ Hlýða má ávarpið í heild sinni hér, bæði með íslenskri og enskri túlkun. Var hann harðorður í garð yfirvalda í Rússlandi. „Nú þolir Úkraínu árás frá Rússum og þetta er stríð sem við verðum að há. Þeir vilja ná landi okkar og Úkraína er sögð ekki hafa neinn rétt á sjálfstæðis. Rússar geta ekki hugsað sér umræður um okkar menningu en saga okkar er meiri en þúsund ára gömul,“ sagði Selenskí. Sakaði hann Rússa um að vilja gera út um sjálfstæði Úkraínu. „Við horfumst ekki í augun á þeim ógnum sem þið standið frammi fyrir, til dæmis eldgos og jarðskjálftar en við litum á ykkur sem nágranna. Ef þið lítið á það stríð sem við erum að berjast í Úkraínu. Við berjumst fyrir grundvallarréttindum. Hvers vegna er þetta stríð? Ég ætla að vera opinskár við ykkur. Það er til þess að tryggja að við séum ekki með lýðræði, sjálfstæðil að tryggja að mold okkar og náttúra sé ekki notuð af okkur, að auðlindir okkar og þekking sé ekki notuð af okkur. Fyrir þeim erum við ekkert nema vinnuafl.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Úkraínuforseta fyrir ávarpið.Vísir/Vilhelm Skilaboðin til íslenskra yfirvalda voru skýr. „Þau skref sem þið hafið tekið til að styðja refsiaðgerðir og sú aðstoð hefur verið vel þegin. Ég hvet ykkur eindregið til að halda áfram þessari aðstoð og auka þrýsting á Rússland. Engin viðskipti við einræðið. Í fyrsta lagi þurfum við að hætta að nota rússneska olíu og olíuvörur og vera ekki með nein tengsl við einræðið Rússland. Það skiptir ekki máli hvort að þjóðin sé stór eða lítil. Þegar við berjumst fyrir frjálsræði þá skiptir máli framlag hvers og eins.“ Ávarp Úkraínuforseta var sögulegt.Vísir/Vilhelm Þá óskaði hann eftir samstarfi við íslensku þjóðina þegar kæmi að uppbyggingu í Úkraínu að stríði loknu og sagði hann að þá gæti verið gott að fá njóta mikillar reynslu Íslendinga í orkumálum. Að loknu ávarpaði þakkaði þingheimur fyrir ávarpið með standandi lófaklappi og ekki er loku fyrir það skotið að tár hafi fundist á hvarmi þingmanna í salnum, eftir kröftugt ávarp Úkraínuforseta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, flutti einnig ávarp til Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði úkraínsku þjóðina, meðal annars á úkraínsku. Ávarp hans má sjá hér að neðan. Fylgst var með þessum sögulega þingfundi í beinni textalýsingu sem lesa má neðst í fréttinni.
Sögulegt ávarp Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu, til íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag hófst á þessum orðum sem Selenskí mælti á íslensku. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi ávarpaði Alþingi. Í ávarpi sínu hvatti Selenskí yfirvöld á Íslandi til að styðja áfram við Úkraínu vegna innrás Rússa í ríkið. Vísaði til langra samskipta Í ávarpinu vísaði Selenskí til langrar sögu samskipta á milli landanna tveggja, sem ná allt að þúsund ár aftur í tímann. Nokkur fjöldi safnaðist fyrir utan Alþingishúsið á meðan ávarpinu stóð.Vísir/Vilhelm „Það er mikill heiður fyrir mig að mæla hér á Alþingi, sem endurspeglar hinn frjálsa heim. Gömul gildi sem að fólk barðist fyrir og heldur áfram að berjast fyrir. Gildi sem við berjumst fyrir í Úkraínu. Við erum mjög tengd í menningarlegu tilliti og höfum verið í yfir þúsund ár. Forfeður ykkar leituðu fanga og voru í samstarfi við okkar. Það er ýmislegt sem tengir okkur og ég færi hlýju til Reykjavíkur, sagði Selenskí, og vísaði þar til ferða norrænna Víkinga til Kænugarðs.“ Hlýða má ávarpið í heild sinni hér, bæði með íslenskri og enskri túlkun. Var hann harðorður í garð yfirvalda í Rússlandi. „Nú þolir Úkraínu árás frá Rússum og þetta er stríð sem við verðum að há. Þeir vilja ná landi okkar og Úkraína er sögð ekki hafa neinn rétt á sjálfstæðis. Rússar geta ekki hugsað sér umræður um okkar menningu en saga okkar er meiri en þúsund ára gömul,“ sagði Selenskí. Sakaði hann Rússa um að vilja gera út um sjálfstæði Úkraínu. „Við horfumst ekki í augun á þeim ógnum sem þið standið frammi fyrir, til dæmis eldgos og jarðskjálftar en við litum á ykkur sem nágranna. Ef þið lítið á það stríð sem við erum að berjast í Úkraínu. Við berjumst fyrir grundvallarréttindum. Hvers vegna er þetta stríð? Ég ætla að vera opinskár við ykkur. Það er til þess að tryggja að við séum ekki með lýðræði, sjálfstæðil að tryggja að mold okkar og náttúra sé ekki notuð af okkur, að auðlindir okkar og þekking sé ekki notuð af okkur. Fyrir þeim erum við ekkert nema vinnuafl.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Úkraínuforseta fyrir ávarpið.Vísir/Vilhelm Skilaboðin til íslenskra yfirvalda voru skýr. „Þau skref sem þið hafið tekið til að styðja refsiaðgerðir og sú aðstoð hefur verið vel þegin. Ég hvet ykkur eindregið til að halda áfram þessari aðstoð og auka þrýsting á Rússland. Engin viðskipti við einræðið. Í fyrsta lagi þurfum við að hætta að nota rússneska olíu og olíuvörur og vera ekki með nein tengsl við einræðið Rússland. Það skiptir ekki máli hvort að þjóðin sé stór eða lítil. Þegar við berjumst fyrir frjálsræði þá skiptir máli framlag hvers og eins.“ Ávarp Úkraínuforseta var sögulegt.Vísir/Vilhelm Þá óskaði hann eftir samstarfi við íslensku þjóðina þegar kæmi að uppbyggingu í Úkraínu að stríði loknu og sagði hann að þá gæti verið gott að fá njóta mikillar reynslu Íslendinga í orkumálum. Að loknu ávarpaði þakkaði þingheimur fyrir ávarpið með standandi lófaklappi og ekki er loku fyrir það skotið að tár hafi fundist á hvarmi þingmanna í salnum, eftir kröftugt ávarp Úkraínuforseta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, flutti einnig ávarp til Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði úkraínsku þjóðina, meðal annars á úkraínsku. Ávarp hans má sjá hér að neðan. Fylgst var með þessum sögulega þingfundi í beinni textalýsingu sem lesa má neðst í fréttinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Bein útsending: Sögulegt ávarp Selenskís Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. 6. maí 2022 13:30 Sögulegt ávarp í þingsal Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. 6. maí 2022 12:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Bein útsending: Sögulegt ávarp Selenskís Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. 6. maí 2022 13:30
Sögulegt ávarp í þingsal Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. 6. maí 2022 12:01