Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 21:50 Arnór Smárason skoraði annað mark Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið. „Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira