Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 07:30 Joel Embiid hefur getað spilað með grímu síðustu tvo leiki og Philadelphia 76ers hafa unnið báða. Getty/Mitchell Leff James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti