Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 14:01 Þrír Íslendingar eru í liði Bayern sem fékk boð í höfuðstöðvar Audi í gær. Instagram/@fcbfrauen Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam. Þýski boltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Guðrún beið afhroð Í beinni: Stjarnan - ÍA | Nær annað liðið fullkomnu starti? Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Sjá meira
Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam.
Þýski boltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Guðrún beið afhroð Í beinni: Stjarnan - ÍA | Nær annað liðið fullkomnu starti? Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Sjá meira