Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2022 20:31 Maria Alyokhina komst frá Hvíta-Rússlandi til Litáen fyrir tilstilli ónefndrar Evrópuþjóðar sem aðstoðaði hana með útgáfu einhverskonar ferðaskjals. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um hvort Ísland hafi átt hlut að máli. Samsett Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira