Inter ítalskur bikarmeistari eftir sigur í framlengingu Atli Arason skrifar 11. maí 2022 22:12 Leikmenn Inter fagna sigrinum í leikslok. Getty Images Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu eftir 4-2 sigur á Juventus í framlengdum úrslitaleik. Þetta er í áttuna sinn sem Inter lyftir bikarnum. Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira