Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 09:31 Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics í nótt. Stacy Revere/Getty Images Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar. Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti