Óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2022 11:54 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún gerir ráð fyrir að málið verði leyst. Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira