Óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2022 11:54 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún gerir ráð fyrir að málið verði leyst. Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira