Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2022 14:01 Valsarar hafa unnið Íslandsmeistaratitla í handbolta, fótbolta og körfubolta, bæði hjá körlum og konum, á árunum 2019-2022. Alls eru Íslandsmeistaratitlarnir átta á þessum árum en gætu mögulega orðið tíu áður en maí er úti og tólf í haust þegar fótboltaleiktíðinni lýkur. vísir/daníel/hulda margrét/bára/egill Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016. Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016.
Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti