Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-31 | Karaktersigur Eyjamanna hleypir lífi í úrslitaeinvígið Einar Kárason skrifar 22. maí 2022 19:40 Eyjamenn eru komnir á blað í úrslitaeinvíginu. vísir/hulda margrét ÍBV vann stóran tveggja marka, karaktersigur á Val eftir ótrúlegan leik í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Það var setið í hverju einasta sæti þegar leikmenn liðanna gengu út á parket við ærandi tónlist og ljósasýningu. Eyjamenn komust yfir en Valsmenn svöruðu strax í næstu sókn. Jafnt var eftir fimm mínútna leik, 3-3, en þá settu gestirnir í fluggír og skoruðu næstu fimm mörk leiksins áður en heimamenn náðu loksins að svara. Staðan því orðin 4-8 eftir tíu mínútur og það hefur örugglega farið um margan stuðningsmann ÍBV eftir fyrsta leik liðanna. Sú varð þó ekki raunin heldur komu Eyjamenn sterkir til baka og hófu að saxa á forskot Valsmanna. Þegar örfáar mínútur eftir lifðu fyrri hálfleik náðu þeir svo að jafna leikinn í stöðuna 14-14. Ekkert var skorað næstu mínúturnar en Valsmenn komust loks yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks . Eins marks munur eftir kaflaskiptan hálfleik. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru snemma komnir með fimm marka forskot. Sama vegferð hófst þá hjá Eyjamönnum eins í fyrri hálfleiknum og þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af var munurinn eitt mark, 21-22. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en heimaliðið andaði sífellt í hálsmálið á þeim og gekk gestunum illa að losa sig við kraftinn og stemninguna í Eyjaliðinu. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum náði ÍBV að jafna leikinn þegar fáar mínútur voru eftir. Nú í stöðunni 30-30. Eyjamenn skoruðu næsta mark og því komnir yfir í fyrsta skipti frá því á fyrstu mínútu leiksins. Valsmenn tóku leikhlé en töpuðu boltanum í næstu sókn og ÍBV skoraði. Næsta tilraun gestanna var víðsfjarri markinu og brunaði heimaliðið upp og skoraði fimmta markið í röð. ÍBV búið að kollvarpa leiknum og komnir í þriggja marka forustu á lokamínútunni. Valur skoraði loks mark og minnkaði muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Leik lauk því með tveggja marka sigri ÍBV í öðrum leik liðanna og því að lágmarki tveir leikir eftir í einvíginu. Hér að neðan má sjá tilþrif úr leiknum sem og viðtöl. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn einfaldlega gáfust ekki upp þrátt fyrir að útlitið væri svart en liðið lenti í tvígang fimm mörkum undir í dag. Allt gekk upp á lokamínútunum og náðu þeir að snúa leiknum sér í hag eftir að Valur hafði verið yfir meginpart leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Björn Viðar Björnsson var góður í marki ÍBV í dag, þá sér í lagi í síðari hálfleik. Hann varði nokkra bolta úr úrvalsfærum á mikilvægum augnablikum í leiknum, í heildina tólf talsins. Þá skoruðu þeir Kári Kristján Kristjánsson og Ásgeir Snær Vignisson sex mörk hvor. Í liði Vals varði Björgvin Páll Gústavsson ellefu skot, þar af tvö vítaköst. Stiven Tobar Valencia skoraði sjö mörk og Arnór Snær Óskarsson sex. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að losna við Eyjamennina af bakinu. Komu sér í úrvalsstöður og á öðrum degi hefðu þeir mögulega hlaupið í burtu með leikinn og þannig komnir í tvö núll. Það var einhver andi innan Eyjaliðsins, knúinn áfram af öskrandi aðdáendum sem hélt þeim á floti. Hvað gerist næst? Við fáum að minnsta kosti tvo leiki í viðbót. Á miðvikudaginn í Origo höllinni og svo á laugardaginn næstkomandi í Vestmannaeyjum. Olís-deild karla ÍBV Valur
ÍBV vann stóran tveggja marka, karaktersigur á Val eftir ótrúlegan leik í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Það var setið í hverju einasta sæti þegar leikmenn liðanna gengu út á parket við ærandi tónlist og ljósasýningu. Eyjamenn komust yfir en Valsmenn svöruðu strax í næstu sókn. Jafnt var eftir fimm mínútna leik, 3-3, en þá settu gestirnir í fluggír og skoruðu næstu fimm mörk leiksins áður en heimamenn náðu loksins að svara. Staðan því orðin 4-8 eftir tíu mínútur og það hefur örugglega farið um margan stuðningsmann ÍBV eftir fyrsta leik liðanna. Sú varð þó ekki raunin heldur komu Eyjamenn sterkir til baka og hófu að saxa á forskot Valsmanna. Þegar örfáar mínútur eftir lifðu fyrri hálfleik náðu þeir svo að jafna leikinn í stöðuna 14-14. Ekkert var skorað næstu mínúturnar en Valsmenn komust loks yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks . Eins marks munur eftir kaflaskiptan hálfleik. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru snemma komnir með fimm marka forskot. Sama vegferð hófst þá hjá Eyjamönnum eins í fyrri hálfleiknum og þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af var munurinn eitt mark, 21-22. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en heimaliðið andaði sífellt í hálsmálið á þeim og gekk gestunum illa að losa sig við kraftinn og stemninguna í Eyjaliðinu. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum náði ÍBV að jafna leikinn þegar fáar mínútur voru eftir. Nú í stöðunni 30-30. Eyjamenn skoruðu næsta mark og því komnir yfir í fyrsta skipti frá því á fyrstu mínútu leiksins. Valsmenn tóku leikhlé en töpuðu boltanum í næstu sókn og ÍBV skoraði. Næsta tilraun gestanna var víðsfjarri markinu og brunaði heimaliðið upp og skoraði fimmta markið í röð. ÍBV búið að kollvarpa leiknum og komnir í þriggja marka forustu á lokamínútunni. Valur skoraði loks mark og minnkaði muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Leik lauk því með tveggja marka sigri ÍBV í öðrum leik liðanna og því að lágmarki tveir leikir eftir í einvíginu. Hér að neðan má sjá tilþrif úr leiknum sem og viðtöl. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn einfaldlega gáfust ekki upp þrátt fyrir að útlitið væri svart en liðið lenti í tvígang fimm mörkum undir í dag. Allt gekk upp á lokamínútunum og náðu þeir að snúa leiknum sér í hag eftir að Valur hafði verið yfir meginpart leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Björn Viðar Björnsson var góður í marki ÍBV í dag, þá sér í lagi í síðari hálfleik. Hann varði nokkra bolta úr úrvalsfærum á mikilvægum augnablikum í leiknum, í heildina tólf talsins. Þá skoruðu þeir Kári Kristján Kristjánsson og Ásgeir Snær Vignisson sex mörk hvor. Í liði Vals varði Björgvin Páll Gústavsson ellefu skot, þar af tvö vítaköst. Stiven Tobar Valencia skoraði sjö mörk og Arnór Snær Óskarsson sex. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að losna við Eyjamennina af bakinu. Komu sér í úrvalsstöður og á öðrum degi hefðu þeir mögulega hlaupið í burtu með leikinn og þannig komnir í tvö núll. Það var einhver andi innan Eyjaliðsins, knúinn áfram af öskrandi aðdáendum sem hélt þeim á floti. Hvað gerist næst? Við fáum að minnsta kosti tvo leiki í viðbót. Á miðvikudaginn í Origo höllinni og svo á laugardaginn næstkomandi í Vestmannaeyjum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti