Ómar fór á kostum er Magdeburg setti aðra höndina á titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 18:57 Ómar Ingi Magnússon var frábær í kvöld. Bruno de Carvalho/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Magdeburg er nú í kjörstöðu í baráttunni um þýska deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir 18 marka stórsigur gegn TuS N-Lübbecke í kvöld, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins með átta mörk. Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. Þýski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.
Þýski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira