Á vef NRK segir að lögregla og sjúkralið sé á vettvangi og að enn sé óljóst um málsatvik. Árásarmaðurinn er þó sagður hafa verið handtekinn.
Sjónarvottar segja í samtali við norska ríkisútvarpið að mikill viðbúnaður sé á staðnum, sjúkrabílar og þrjár sjúkraþyrlur.
Tilkynning um árásina barst skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma, eða sjö að íslenskum tíma og var búið að handtaka árásarmanninn um korteri síðar.
Uppfært 8:30: Norskir fjölmiðlar sögðu upphaflega frá því að fjórir hefðu særst í árásinni. Nú er talað um að þrír hið minnsta hafi særst og þar af einn alvarlega.