Erlent

Að minnsta kosti þrír særðir eftir stungu­á­rás vestur af Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um árásina barst lögreglu skömmu fyrir klukkan níu að norskum tíma, eða sjö að íslenskum tíma.
Tilkynning um árásina barst lögreglu skömmu fyrir klukkan níu að norskum tíma, eða sjö að íslenskum tíma. Getty

Að minnsta kosti þrír eru særðir, þar af einn alvarlega eftir stunguárás í Numedal, um áttatíu kílómetra vestur af norsku höfuðborginni Osló, í morgun.

Á vef NRK segir að lögregla og sjúkralið sé á vettvangi og að enn sé óljóst um málsatvik. Árásarmaðurinn er þó sagður hafa verið handtekinn.

Sjónarvottar segja í samtali við norska ríkisútvarpið að mikill viðbúnaður sé á staðnum, sjúkrabílar og þrjár sjúkraþyrlur.

Tilkynning um árásina barst skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma, eða sjö að íslenskum tíma og var búið að handtaka árásarmanninn um korteri síðar.

Uppfært 8:30: Norskir fjölmiðlar sögðu upphaflega frá því að fjórir hefðu særst í árásinni. Nú er talað um að þrír hið minnsta hafi særst og þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×