Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 22:11 Arnar Páll (t.h.) stýrði KR í kvöld. Með honum er Jóhannes Karl Sigursteinsson en hann hætti hjá félaginu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira