Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður meirihlutamyndun í Reykjavík fyrirferðamesta málið.

 Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn héldu blaðamannafund í Grósku í Vatnsmýrinni nú á tólfta tímanum þar sem tilkynnt var um að formlegar viðræður væru hafnar um myndun meirihluta. 

Þá verður rætt við Biskup Íslands sem gagnrýnir harðlega fyrirhugaða brottvísun á þriðja hundrað hælisleitenda frá landinu. Við heyrum einnig viðbrögð ráðherra við þeirri miklu gagnrýni sem málið hefur hlotið eftir ríkisstjórnarfund sem var að ljúka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×