„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 19:19 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. Rætt var við Jóhann Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra nokkrar leiðir færar til að koma í veg fyrir brottvísanirnar. „Hann getur gert það með reglugerðarbreytingum, hann getur gert það með leiðbeinandi tilmælum til stjórnvalda, stofnanna sem sinna þessu. Ef þetta er ekki gert, ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana,“ segir Jóhann Páll. Hann tók til máls í ræðustól Alþingis skömmu fyrir kvöldfréttir, undir liðnum fundarstjórn forseta, þar sem hann kallaði eftir því að þingforseti og þingmenn úr öllum flokkum yrðu í viðbragðsstöðu. Ef ráðherra kemur ekki í veg fyrir Íslandsmet í brottvísun flóttafólks verður Alþingi að grípa í taumana. pic.twitter.com/ijbNqmib3b— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 24, 2022 „Myndu sýna ákveðinn sveigjanleika. Það eru nefndardagar fram undan og þingveisla seinna í vikunni. Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hliðra aðeins til dagskránni ef þess þarf, til þess að stíga inn í þágu mannúðar. Af því að við getum ekki leyft þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir eina leið að setja fram frumvarp um málið, önnur sé þingsályktun sem bindi hendur ráðherra. „En best væri auðvitað bara að stjórnvöld gerðu þetta bara af eigin rammleik,“ segir Jóhann Páll. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rætt var við Jóhann Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra nokkrar leiðir færar til að koma í veg fyrir brottvísanirnar. „Hann getur gert það með reglugerðarbreytingum, hann getur gert það með leiðbeinandi tilmælum til stjórnvalda, stofnanna sem sinna þessu. Ef þetta er ekki gert, ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana,“ segir Jóhann Páll. Hann tók til máls í ræðustól Alþingis skömmu fyrir kvöldfréttir, undir liðnum fundarstjórn forseta, þar sem hann kallaði eftir því að þingforseti og þingmenn úr öllum flokkum yrðu í viðbragðsstöðu. Ef ráðherra kemur ekki í veg fyrir Íslandsmet í brottvísun flóttafólks verður Alþingi að grípa í taumana. pic.twitter.com/ijbNqmib3b— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 24, 2022 „Myndu sýna ákveðinn sveigjanleika. Það eru nefndardagar fram undan og þingveisla seinna í vikunni. Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hliðra aðeins til dagskránni ef þess þarf, til þess að stíga inn í þágu mannúðar. Af því að við getum ekki leyft þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir eina leið að setja fram frumvarp um málið, önnur sé þingsályktun sem bindi hendur ráðherra. „En best væri auðvitað bara að stjórnvöld gerðu þetta bara af eigin rammleik,“ segir Jóhann Páll.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17
Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03
Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45