Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum.
Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt.
Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán.
Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1
— NBA (@NBA) May 25, 2022
Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu.
The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X
— NBA (@NBA) May 25, 2022
Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar.