BDSM úr sögunni á Akureyri Eiður Þór Árnason og Atli Ísleifsson skrifa 25. maí 2022 09:45 Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og eini bæjarfulltrúi flokksins. Samfylkingin Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira