Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 15:32 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Vísir/Vilhelm Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref. Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn. Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn.
Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira