Sport

Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson verður í eldlínunni í kvöld.
Martin Hermannsson verður í eldlínunni í kvöld. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images

Eftir stútfulla íþróttahelgi er heldur rólegt yfir íþróttalífinu á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en þó verður boðið upp á þrjár beinar útsendingar á þessum annars ágæta mánudegi.

Við hefjum leik í Svíþjóð þar sem Íslendingalið Kristianstad heimsækir Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:55. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og innan herbúða liðsins eru þær Amanda anradóttir og Emilía Óskarsdóttir.

Klukkan 18:50 mætir Martin Hermannsson með félögum sínum í Valencia til leiks þegar liðið tekur á móti Baskonia í átta liða úrslitum spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Þetta er þriðji leikur liðanna og staðan í einvíginu er 1-1, en leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3.

Að lokum er Gametíví á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 með sinn vikulega þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×