Við hefjum leik í Svíþjóð þar sem Íslendingalið Kristianstad heimsækir Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:55. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og innan herbúða liðsins eru þær Amanda anradóttir og Emilía Óskarsdóttir.
Klukkan 18:50 mætir Martin Hermannsson með félögum sínum í Valencia til leiks þegar liðið tekur á móti Baskonia í átta liða úrslitum spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Þetta er þriðji leikur liðanna og staðan í einvíginu er 1-1, en leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3.
Að lokum er Gametíví á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 með sinn vikulega þátt.