Innlent

Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögur­tá

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn fannst meðal annars á Siglufirði.
Skjálftinn fannst meðal annars á Siglufirði. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá.

Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftinn hefði fundist á Siglufirði, í Ólafsfirði og á Dalvík, en upptök skjálftans eru á Húsavíkur-Flateyjarmisgengingu svokallaða.

Um klukkan 5:30 í morgun mældist síðan annar skjálfti nokkru minni, eða upp á 2,8 stig á sömu slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×