Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:00 Jimmy Butler og Jayson Tatum fóru fyrir sínum liðum í nótt. Andy Lyons/Getty Images Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira