Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:00 Jimmy Butler og Jayson Tatum fóru fyrir sínum liðum í nótt. Andy Lyons/Getty Images Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira