Miðja skjálftans var um átta kílómetra NNV af Gjögurtá.
Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni að skjálftinn hafi fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit.

Gera má ráð fyrir að skjálftinn hafi fundist víða á Tröllaskaga.
Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, á nánast sama stað.
Um klukkan 5:30 í morgun mældist síðan annar skjálfti nokkru minni, eða upp á 2,8 stig á sömu slóðum.
Um 60 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því um miðnætti. Síðast mældust jarðskjálftar af þessari stærð í október 2020.