UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 21:31 Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa sagt frá ofbeldi af hálfu frönsku lögreglunnar. Matthias Hangst/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Sjá meira
Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Sjá meira
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01