Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2022 22:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson dáist að merki flugfélagsins út um gluggann á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“ Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“
Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37