Crawley Town reyndi að ráða þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 16:30 Emma Hayes fagnar sigri í FA bikarnum á dögunum. Liðið vann tvöfalt í ár. EPA-EFE/NEIL HALL Crawley Town sem leikur í ensku D-deildinni íhugaði að ráða Emmu Hayes, þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea. Hún afþakkaði pent. Hin 45 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í áratug. Undir hennar stjórn hefur Chelsea orðið að besta liði Englands en liðið hefur nú unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin þrjú tímabil. Alls hefur Hayes fimm sinnum stýrt liðinu til sigurs í efstu deild. Ofan á það hefur liðið unnið FA-bikarinn fjórum sinnum og deildarbikarinn tvisvar. Það kemur því ekki á óvart að lið karla megin íhugi að reyna sannfæra Hayes um að taka við enda augljóslega um mjög færan þjálfara að ræða. Forráðamenn Crawley Town hafa greinilega ekki fylgst vel með fréttum undnafarið ár eða svo þar sem það er ekki það langt síðan AFC Wimbledon – sem leikur deild ofar en Crawley – reyndi að fá Hayes til að skipta um starfsvettvang. Hayes benti Wimbledon einfaldlega á þá staðreynd að ekki væri til nægur peningur í heiminum til að hún myndi skipta um starf og að persónulega hún engan áhuga á að fara frá því að berjast um titla með Chelsea yfir í að stýra liði í C-deild enskrar knattspyrnu. Það kemur því lítið á óvart að Crawley hafi nú þegar hafið viðræður við aðra þjálfara um að taka mögulega við liðinu. Crawley Town explored the possibility of recruiting Chelsea Women's boss Emma Hayes as their new manager, however are now pursuing another target and are interested in Arsenal U23 coach Kevin Betsy pic.twitter.com/dii3MurXoS— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 31, 2022 Crawley Town endaði í 12. sæti ensku D-deildarinnar á meðan Chelsea hafði betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn og lagði Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Hin 45 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í áratug. Undir hennar stjórn hefur Chelsea orðið að besta liði Englands en liðið hefur nú unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin þrjú tímabil. Alls hefur Hayes fimm sinnum stýrt liðinu til sigurs í efstu deild. Ofan á það hefur liðið unnið FA-bikarinn fjórum sinnum og deildarbikarinn tvisvar. Það kemur því ekki á óvart að lið karla megin íhugi að reyna sannfæra Hayes um að taka við enda augljóslega um mjög færan þjálfara að ræða. Forráðamenn Crawley Town hafa greinilega ekki fylgst vel með fréttum undnafarið ár eða svo þar sem það er ekki það langt síðan AFC Wimbledon – sem leikur deild ofar en Crawley – reyndi að fá Hayes til að skipta um starfsvettvang. Hayes benti Wimbledon einfaldlega á þá staðreynd að ekki væri til nægur peningur í heiminum til að hún myndi skipta um starf og að persónulega hún engan áhuga á að fara frá því að berjast um titla með Chelsea yfir í að stýra liði í C-deild enskrar knattspyrnu. Það kemur því lítið á óvart að Crawley hafi nú þegar hafið viðræður við aðra þjálfara um að taka mögulega við liðinu. Crawley Town explored the possibility of recruiting Chelsea Women's boss Emma Hayes as their new manager, however are now pursuing another target and are interested in Arsenal U23 coach Kevin Betsy pic.twitter.com/dii3MurXoS— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 31, 2022 Crawley Town endaði í 12. sæti ensku D-deildarinnar á meðan Chelsea hafði betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn og lagði Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira