Það er Authentic Brands Group (ABG) sem á ímyndarréttinn af Elvis Presley og vilja þeir að kapellur sæki um leyfi og greiði fyrir hvert brúðkaup sem inniheldur Elvis eftirhermu.

„Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Þetta er ekki góð tímasetning,“ hefur Review Journal eftir Lynn Goya sem hefur séð um markaðssetningu á hjónavígslum innan Las Vegas. Iðnaðurinn sé að fara aftur í gang eftir erfið ár í heimsfaraldri.
Margar kapellur í borginni óttast það að fara í málaferli við ABG, þar sem þau telja að gjaldþrot blasi við sér sama hvernig fer.
Bannið kemur í kjölfar kvikmyndar um Elvis sem verður frumsýnd í lok júní. Austin Butler fer þar með hlutverk söngvarans og leikur Tom Hanks umboðsmann hans, Tom Parker.