Vaktarálag og raunveruleg áhrif þess Arnar Kjartansson skrifar 2. júní 2022 08:00 Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun