„Ég er ekkert að fara í Val í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 12:56 Heimir Hallgrímsson á vellinum í Volgograd á HM í Rússlandi 2018. Eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið þjálfaði hann Al Arabi í tvö og hálft ár en hefur síðan verið án þjálfarastarfs. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“