Spánn og Portúgal skiptu stigunum á milli sín í stórleiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 20:38 Ricardo Horta skoraði jöfnunarmarkið fyrir Portúgal. David Ramos/Getty Images Varamaðurinn Ricardo Horta reyndist hetja Portúgala er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn Spánverjum í stórleik kvöldsins í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta. Alvaro Morata kom Spánverjum yfir með marki á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Pablo Sarabia. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo varamaðurinn Ricardo Horta sem jafnaði metin fyrir Portúgal þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Spánn og Portúgal eru með sitthvort stigið eftir eina umferð. Fótbolti Þjóðadeild UEFA
Varamaðurinn Ricardo Horta reyndist hetja Portúgala er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn Spánverjum í stórleik kvöldsins í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta. Alvaro Morata kom Spánverjum yfir með marki á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Pablo Sarabia. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo varamaðurinn Ricardo Horta sem jafnaði metin fyrir Portúgal þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Spánn og Portúgal eru með sitthvort stigið eftir eina umferð.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti