Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira