De Bruyne spenntur fyrir komu norska markahróksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 08:31 Þessir tveir verða samherjar á næstu leiktíð. Matt McNulty/Getty Images Það virðist sem Kevin De Bruyne sé nokkuð sáttur með að Manchester City hafi loks fest kaup á alvöru framherja. Skömmu eftir að síðustu leiktíð í enska fótboltanum lauk tilkynnti Man City að Erling Braut Håland, leikmaður Borussia Dortmund og norska landsliðið, væri á leið til félagsins. Þó Pep Guardiola hafi skilað Englandsmeistaratitli í hús og verið mínútum frá því að koma Man City í úrslit Meistaradeildarinnar þá var umræðan á þá leið að það skorti hreinræktaðan framherja í leikmannahóp liðsins. Það mun ekki vanta á næstu leiktíð og hefur belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne nú lagt orð í belg. Sá virðist einkar spenntur að spila með framherja sem getur vart hætt að skora. „Håland er frábær framherji og ætti að hjálpa okkur að vaxa sem lið. Það búast allir við mjög miklu af honum. Man City hefur verið að leita að 9u og ég held það sé gott að fá framherja sem getur skorað 20 til 25 mörk á tímabili,“ sagði De Bruyne sem nú er staddur í landsliðsverkefni með Belgíu. De Bruyne telur einnig að koma framherjans gæti hjálpað sér þar sem hann hefur oft lagt upp fleiri mörk en á leiktíðinni sem var að ljúka. pic.twitter.com/MVTOmxsm42— Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 2, 2022 Hinn 21 árs gamli Håland er nú þegar með betri framherjum Evrópu. Alls spilaði hann 89 leiki fyrir Dortmund og skoraði 86 mörk ásamt því að leggja upp 23 til viðbótar. Þar áður skoraði hann 29 mörk í 27 leikjum fyrir Red Bull Salzburg í Austurríki ásamt því að leggja upp sjö til viðbótar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann bjóði upp á svipaða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Skömmu eftir að síðustu leiktíð í enska fótboltanum lauk tilkynnti Man City að Erling Braut Håland, leikmaður Borussia Dortmund og norska landsliðið, væri á leið til félagsins. Þó Pep Guardiola hafi skilað Englandsmeistaratitli í hús og verið mínútum frá því að koma Man City í úrslit Meistaradeildarinnar þá var umræðan á þá leið að það skorti hreinræktaðan framherja í leikmannahóp liðsins. Það mun ekki vanta á næstu leiktíð og hefur belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne nú lagt orð í belg. Sá virðist einkar spenntur að spila með framherja sem getur vart hætt að skora. „Håland er frábær framherji og ætti að hjálpa okkur að vaxa sem lið. Það búast allir við mjög miklu af honum. Man City hefur verið að leita að 9u og ég held það sé gott að fá framherja sem getur skorað 20 til 25 mörk á tímabili,“ sagði De Bruyne sem nú er staddur í landsliðsverkefni með Belgíu. De Bruyne telur einnig að koma framherjans gæti hjálpað sér þar sem hann hefur oft lagt upp fleiri mörk en á leiktíðinni sem var að ljúka. pic.twitter.com/MVTOmxsm42— Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 2, 2022 Hinn 21 árs gamli Håland er nú þegar með betri framherjum Evrópu. Alls spilaði hann 89 leiki fyrir Dortmund og skoraði 86 mörk ásamt því að leggja upp 23 til viðbótar. Þar áður skoraði hann 29 mörk í 27 leikjum fyrir Red Bull Salzburg í Austurríki ásamt því að leggja upp sjö til viðbótar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann bjóði upp á svipaða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira