Völlurinn í tætlum eftir innbrot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 08:30 Home Park, heimavöllur Plymouth Argyle. Verið var að endurnýja grasið á vellinum en ljóst er að skemmdarverkin munu auka kostnaðinn við það. Plymouth Argyle Plymouth Argyle lenti í miður skemmtilegu atviki um helgina en brotist var inn á leikvang þess og gras vallarins tætt sundur og saman. Plymouth er líklega hvað frægast hér á landi fyrir að vera eitt af liðunum sem fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði fyrir. Í dag leikur liðið í C-deildinni á Englandi en stefnir á að komast upp í B-deildina sem fyrst. Um helgina var brotist inn á heimavöll liðsins, Home Park. Óprúttnir aðilar komu sér yfir girðinguna sem umlykur völlinn, brutust inn í áhaldaskúr og fóru í kjölfarið í skemmtiferð á traktor sem þar var að finna. Gras vallarins er einfaldlega í tætlum eftir skemmtiferðina. Einnig virðist sem önnur áhöld hafi verið notuð við skemmdarverkin. Break In and Pitch Damage @homeparkstadium The club has today reported criminal damage at Home Park following a break-in at the stadium on the night of Saturday, 4 June.Please read full details below, and help if you have any information https://t.co/hxKMZBASvg #pafc— Plymouth Argyle FC (@argyle) June 5, 2022 Í yfirlýsingu Plymouth segir að endurnýjun á grasi vallarins hafi staðið yfir en nú þurfi félagið að fara í dýrar endurbætur til að hægt verði að spila á vellinum næsta haust. Félagið hefur óskað eftir aðstoð lögreglu og er tilbuið að verðlauna hvern þann sem getur veitt upplýsingar um innbrotsþjófana. Einnig segir í yfirlýsingu félagsins að innbrotsþjófarnir hafi haft vitneskju um hvernig hlutum er háttað á vellinum þar sem þeir vissu hvar væri auðveldast að komast inn á völlinn og hvaða tól þyrfti til að brjótast inn í áhaldaskúrinn. Plymouth Argyle endaði í 7. sæti League 1 – ensku C-deildarinnar – á síðustu leiktíð. Var liðið aðeins þremur stigum á eftir Wycombe Wanderers sem fór í umspil um sæti í ensku B-deildinni. Sunderland – sem á endanum komst upp í B-deildina – var aðeins fjórum stigum fyrir ofan Plymouth og ljóst að Pílagrímarnir stefna upp um deild næsta vor. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Plymouth er líklega hvað frægast hér á landi fyrir að vera eitt af liðunum sem fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði fyrir. Í dag leikur liðið í C-deildinni á Englandi en stefnir á að komast upp í B-deildina sem fyrst. Um helgina var brotist inn á heimavöll liðsins, Home Park. Óprúttnir aðilar komu sér yfir girðinguna sem umlykur völlinn, brutust inn í áhaldaskúr og fóru í kjölfarið í skemmtiferð á traktor sem þar var að finna. Gras vallarins er einfaldlega í tætlum eftir skemmtiferðina. Einnig virðist sem önnur áhöld hafi verið notuð við skemmdarverkin. Break In and Pitch Damage @homeparkstadium The club has today reported criminal damage at Home Park following a break-in at the stadium on the night of Saturday, 4 June.Please read full details below, and help if you have any information https://t.co/hxKMZBASvg #pafc— Plymouth Argyle FC (@argyle) June 5, 2022 Í yfirlýsingu Plymouth segir að endurnýjun á grasi vallarins hafi staðið yfir en nú þurfi félagið að fara í dýrar endurbætur til að hægt verði að spila á vellinum næsta haust. Félagið hefur óskað eftir aðstoð lögreglu og er tilbuið að verðlauna hvern þann sem getur veitt upplýsingar um innbrotsþjófana. Einnig segir í yfirlýsingu félagsins að innbrotsþjófarnir hafi haft vitneskju um hvernig hlutum er háttað á vellinum þar sem þeir vissu hvar væri auðveldast að komast inn á völlinn og hvaða tól þyrfti til að brjótast inn í áhaldaskúrinn. Plymouth Argyle endaði í 7. sæti League 1 – ensku C-deildarinnar – á síðustu leiktíð. Var liðið aðeins þremur stigum á eftir Wycombe Wanderers sem fór í umspil um sæti í ensku B-deildinni. Sunderland – sem á endanum komst upp í B-deildina – var aðeins fjórum stigum fyrir ofan Plymouth og ljóst að Pílagrímarnir stefna upp um deild næsta vor.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira