Fótbolti

Real Madrid má ekki kaupa leikmenn utan Evrópu

Atli Arason skrifar
Casemiro er með tvöfalt ríkisfang 
Casemiro er með tvöfalt ríkisfang  Getty Images

Spænska liðið Real Madrid getur ekki keypt nýjan leikmann í hópinn sinn nema að hann sé með evrópskt vegabréf.

Real Madrid er í leit af framherja eftir að Kylian Mbappe neitaði að ganga til liðs við Madrídinga í sumar. Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, eru meðal þeirra nafna sem hafa verið orðaðir við Madríd en ljóst er að ekkert getur orðið af þeim félagaskiptum samkvæmt spænska blaðinu Marca.

Reglur spænsku deildarinnar, LaLiga, leyfa ekki fleiri en þrjá leikmenn utan Evrópu í leikmannahópinn en Brassarnir Rodrygo, Vincíus Jr. og Éder Militão taka þau þrjú pláss hjá Real Madrid.

Casemiro er einnig frá Brasilíu en hann fékk spænskt vegabréf árið 2019 og er því undanskilin þessari reglu. Hinir þrír hafa ekki möguleika á spænsku vegabréfi fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2023.

Ef Real Madrid ætlar ekki að losa sig við Rodrygo, Vincíus Jr. eða Éder Militão þá verður liðið að horfa til leikmanna innan Evrópu ef þeir ætla að fá framherja til að keppast við Karim Benzema um framherjastöðuna á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×