Mennirnir skráðu sig allir út af hóteli sínu á mánudagseftirmiðdag en hafa ekki sést síðan þá. Allar eigur þeirra urðu eftir í hótelherbergjum þeirra. Fimm þeirra eru ekki fatlaðir en voru starfsmenn hópsins frá Haítí. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað við hvarfið.
„Velferð þessara fulltrúa er okkur allra mikilvægust,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum leikanna.
