Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. júní 2022 07:54 Bílar liggja eins og hráviði eftir hörð átök í Severodonetsk. Ap/Oleksandr Ratushniak Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira