Gunnar Örn Stephensen, gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, sótti heimsþingið sem fulltrúi ungliðahreyfingarinnar. Hann bar tillöguna fram á þinginu.
„Ríkisstjórnin ber núna ábyrgð á stærstu brottvísun í sögu landsins – og ljóst er að margir þeirra flóttamanna sem hefur verið tilkynnt um brottvísun hafa aðlagast íslensku samfélagi.“
Í ályktunni segir einnig að Alþingi hafi vald til að koma í veg fyrir brottvísanirnar og að þeim beri siðferðileg og lagaleg skylda til að gera það í ljósi þess að Ísland sé aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
„Þær [brottvísanirnar] brjóta jafnframt gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“
IUSY eru stærstu stjórnmálasamtök ungliðahreyfinga í heimi með 163 aðildarfélög frá yfir 100 löndum. Samtökin voru stofnuð 1907 og eru bandalag ungliðahreyfinga sem aðhyllast félagshyggju- og jafnaðarstefnu.