Sagðir nota sextíu ára gamlar og ónákvæmar eldflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2022 11:22 Eldflaugarnar eru sagðar geta valdið óbreyttum borgurum miklum skaða vegna ónákvæmi við árásir á skotmörk á landi. Getty/Diego Herrera Carcedo Rússar hafa líklega skotið tugum áratuga gamalla eldflauga sem hannaðar voru til að bera kjarnorkuvopn og granda flugmóðurskipum á skotmörk í Úkraínu. Þær eru sagðar ónákvæmar og líklegar til að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27