ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy og Ursula Von der Leyen ræddu ýmis skilyrði sem Úkraína þarf að uppfylla fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu á fundi þeirra í dag. AP/Natacha Pisarenko Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent