Southgate segir að Rashford og Sancho þurfi að sanna sig fyrir HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:31 Þessir tveir áttu erfitt uppdráttar í vetur. Matthew Ashton/Getty Images Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur varað Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við. Þurfa þeir að sýna og sanna sig ætli þeir með enska landsliðinu á HM í Katar undir lok árs. Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti