Fimm skiptingar leyfðar varanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 14:00 Leyfilegum skiptingum var fjölgað í þrjár árið 1995 en verða hér eftir fimm. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Alþjóðlega knattspyrnuráðið, IFAB, sem fer með yfirumsjón á reglum leiksins á heimsvísu samþykkti á ársfundi í dag að fimm skiptingar verði varanlegur hluti af fótbolta. Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist. Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist.
Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira